WordPress Sérfræðingur

CampEasy ehf 2. Jul 2019 Fullt starf

Við hjá CampEasy erum að keyra af stað proof of concept verkefni, og erum því í leit að WordPress sérfræðingi með meiru, í fullt starf on-site næstu 3-4 mánuði. Í boði eru samkeppnishæf laun, gott samstarfsfólk og spennandi verkefni. Ef verkefnið heppnast vel þá dreymir okkur um að geta ráðið sérfræðinginn inn til framtíðar.

Leitað er eftir einstakling sem getur unnið náið með markaðs- og tæknistjóra fyrirtækisins, en starfið felur m.a. í sér:

  • Stílbreytingar á nýrri síðu okkar sem er í þróun, svo sem breytingar á grafískri virkni s.s. einföld animation við hover og smelli.

  • Uppsetningu á samskiptum við vefþjónustur hjá þriðja aðila, t.d. Bókun.is.

  • Viðbótum á greiðslugátt, þ.e. tengja nýjar einingar við núverandi eða nýja greiðslugátt, eftir því sem við á.

  • Breytingar á birtingu upplýsinga frá innbyggðum viðbótum, s.s. bæta við sýnilegum línum vegna afsláttar í bókunarferli o.fl.

  • Smíði og innleiðingu á nýjum síðum með virkni sem líklega þarf að vinna við gagnagrunn, ef ekki eru til tilbúin plug-in í WordPress.

Verkefnið er unnið í samvinnu við Origo, og þarf forritarinn því að vera tilbúinn til að taka þátt í fundum og öðrum samskiptum við þá. Við erum með skýra sýn á hvað við viljum, erum með góðan hönnuð innan handar, en okkur vantar sérfræðing sem getur leiðbeint okkur, hjálpað okkur að koma þessu hratt og örugglega af stað. Umræddur einstaklingur segir okkur hvað er fýsilegt, hvað er einfalt og fljótlegt og hvað mun taka lengri tíma. Mikilvægt að sérfræðingurinn gæti byrjað sem fyrst.

Áhugasamir mega endilega hafa á arnor@campeasy.com og gott væri að fá smá samantekt á fyrri störfum.

Allra bestu kveðjur fyrir hönd CampEasy, Arnór Hauksson


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Gott væri að fá smá samantekt á fyrri störfum.