Windows kerfisstjóri

Origo er Microsoft Partner of the Year 2020 og leitar að traustum og markmiðadrifnum sérfræðingi í skemmtilegan og leiðandi hóp Microsoft kerfisstjóra.
Langar þig að móta framtíðina með hópi Microsoft sérfræðinga Origo? Þá erum við að leita að þér!
Helstu verkefni:
Daglegur rekstur á Microsoft kerfum Origo og viðskiptavina
Active Directory utanumhald og uppfærslur
Uppsetningar, breytingar og ráðgjöf á upplýsingatæknikerfum
Vinna með öðrum í framtíðarsýn Microsoft mála og bestun þeirra
Hæfniskröfur:
Minnst 4 ára reynsla af rekstri Windows Servers
Sérhæfing í Active Directory
Þekking á PowerShell og áhugi á sjálfvirknivæðingu
Metnaður, jákvæðni og þjónustulipurð
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og mikil hæfni í að greina og leysa flókin verkefni
Tæknilegar vottanir og/eða önnur menntun sem nýtist í starfi er kostur
Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.
Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina. Gildin okkar eru þjónustuframsýn, samsterk og fagdjörf.
Sótt er um starfið hér á vef Origo. Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2020. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað. Nánari upplýsingar veita sérfræðingar á mannauðssviði Origo (mannaudur@origo.is)
Sækja um starf