Web technical lead / reyndur framendaforritari

Motus ehf 21. Jan 2022 Fullt starf

Við hjá Motus leitum að reynslumiklum vefforritara í teymi forritara á upplýsingatæknisvið fyrirtækisins.

Starfið felur í sér að vera leiðtogi í þróun og uppbyggingu á vefkerfum þvert á fyrirtækið, þ.m.t. hjá Motus, Lögheimtunni, Pei og Faktoríu.

Starfið hentar þeim sem hefur brennandi áhuga á hugbúnaðargerð og leggur áherslu á vönduð vinnubrögð og notkun nýjustu tækni.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Leiða þróun á veflausnum með skilvirkni að leiðarljósi

 • Náið samstarf við UI/UX hönnuð varðandi hönnun og þróun á veflausnum

 • Virk þátttaka í tækniráði fyrirtækisins og náið samstarf með vörustýringu.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða tengdum
  greinum

 • Lágmark 5 ára reynsla á sviði framendaforritunar

 • Afburða þekking á Javascript, CSS, HTML, og öðrum front-end tungumálum

 • Afburða þekking og reynsla af REACT tólum svo sem React.js, Typescript, Webpack,
  Redux og Flux

 • Góð þekking á OAuth og OpenId

 • Þekking á að notast við og útbúa Web widgets kostur

 • Góð þekking á notendamiðari upplifun

 • Reynsla af DevOps ferlum og CI/CD tólum er kostur, t.d. með Git, Octopus, Docker og
  Kubernetes

 • Reynsla af aðferðum á sjálfvirkum prófunum (QA) er kostur

 • Áhugi á að læra nýja tækni og tileinka sér hana

 • Árangursþörf og metnaður til að hrinda hugmyndum í framkvæmd

 • Gott auga fyrir smáatriðum


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bjarki Snær Bragason sviðsstjóri Upplýsingatæknisviðs (bjarkib@motus.is). Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2022.

Ráðið verður í starfið sem fyrst.