Vörustjóri

Wise 20. May 2022 Fullt starf

Við leitum að vörustjóra til að sinna einni af farsælustu lausn Wise, Wisefish. Unnið er í teymi með reyndum sérfræðingum og í samstarfi við viðskiptavini Wise. Wisefish er í miklum vexti og því er þetta kjörið tækifæri fyrir einstakling sem vill taka þátt í vaxtarvegferð hugbúnaðar fyrir eina af stoðum íslensks efnahags.

Helstu verkefni:

 • Skilgreina vörustefnu í samráði við framkvæmdastjóra.
 • Þróun og utanumhald með nýjum uppfærslum og þróun vöru.
 • Byggja upp sterk sambönd við viðskiptavini
 • Veita faglegan stuðning við notkun sérkerfa hjá viðskiptavinum.
 • Kynna kerfið og útgáfur bæði fyrir starfsmenn og viðskiptavini.
 • Ábyrgð með sölu-og markaðsmálum vöru með sölu- og markaðsdeild.

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, verkfræði eða tengdum greinum.
 • Skipulögð vinnubrögð og áhugi á að tileinka sér nýja tækni.
 • Reynsla af vörustýringu hugbúnaðar.
 • Reynsla af stýringu þróunar á hugbúnaði.
 • Reynsla af kynningu hugbúnaðarlausna til viðskiptavina.
 • Azure DevOps og PowerPlatform er kostur.
 • Þekking á Agile aðferðarfræði er kostur.

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Við leitum að vörustjóra fyrir WiseFish