Vörustjóri hjá framsæknu fyrirtæki

Two Birds ehf. 13. Jun 2022 Fullt starf

Two Birds ehf. leitar að vörustjóra með brennandi áhuga á fjártækni til að hafa umsjón með leiðandi lausn félagsins, Aurbjörgu (http://www.aurbjorg.is). Aurbjörg er í mikilli sókn og hlaut á dögunum verðlaun Skýrslutæknifélags Íslands sem UT-Sprotinn 2021.

Við leitum að vörustjóra sem er sérlega lausnamiðaður og hefur óþrjótandi metnað til að drífa áfram vöruþróun og verkefni með það að leiðarljósi að umbreyta fjárhagsmálefnum einstaklinga og heimila til hins betra og hafa jákvæð áhrif á samfélagið.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Skilgreining og þarfagreining vörusýnar og vörustefnu í samráði við framkvæmdastjóra.
 • Gerð og mótun vegvísa (e. roadmaps), verklýsinga (e. user stories), tæknilegra skilyrða (e. technical requirements), verkþátta og verkáætlana (e. product/action plans) hugbúnaðarlausna og þróunar, þarfagreining og forgangsröðun verkefna í samráði við framkvæmdastjóra.
 • Ábyrgð og yfirstjórn vörusýnar og vörustefnu.
 • Ábyrgð og yfirstjórn vöruþróunar hugbúnaðar.
 • Ábyrgð og yfirstjórn þróunar, utanumhalds og eftirfylgni nýrra uppfærslna hugbúnaðar.
 • Ábyrgð, yfirstjórn og eftirfylgni framkvæmdar vegvísa, verklýsinga, tæknilegra skilyrða, verkþátta, verkáætlana og annarra verkefna hugbúnaðarþróunar.
 • Vinna með teymi sérfræðinga, UX hönnuði, hugbúnaðarsviði og öðrum tengdum aðilum innan félagsins og utan við skilgreiningu sóknarfæra og verkefna til framleiðslu.
 • Uppbygging sterkra sambanda við viðskiptavini (einstaklinga og fyrirtæki).
 • Kynningar á vörum og útgáfum fyrir starfsmenn og viðskiptavini.
 • Ábyrgð sölu-og markaðsmála með sölu- og markaðsstjóra.
 • Virkur þátttakandi í stefnumótun og gerð árlegrar viðskiptaáætlunar félagsins.
 • Samskipti við hugbúnaðarhús, tæknilega birgja og stofnanir.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, verkfræði eða tengdum greinum. Gráða í verkefnastjórnun er kostur.
 • Þekking og reynsla af vörustýringu hugbúnaðarlausna.
 • Þekking og reynsla af þróun og stýringu þróunar á hugbúnaðarlausnum.
 • Þekking og reynsla af gerð, mótun og eftirfylgni vegvísa, verklýsinga, tæknilegra skilyrða, verkþátta og verkáætlana hugbúnaðarþróunar.
 • Þekking og reynsla af þarfagreiningu og forgangsröðun verkefna.
 • Reynsla af kynningu hugbúnaðarlausna til starfsmanna og viðskiptavina.
 • Þekking og reynsla á fjármálamarkaði er kostur.
 • Færni í greiningu gagna og gagnadrifinni ákvörðunartöku.
 • Góð hæfni í samskiptum og teymisvinnu.
 • Leiðtogahæfileikar, frumkvæði, aðlögunarhæfni og þrautseigja.
 • Metnaður til að ná árangri, vilji til breytinga og geta til að leiða framfarir.
 • Skipulögð vinnubrögð og áhugi á að tileinka sér nýja tækni.
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.

Aurbjörg og starfsumhverfið:

Aurbjörg einfaldar fjármál einstaklinga og heimila og hugar að fjárhagslegri heilsu; veitir heildarsýn yfir fjármálin og fjárhagstengdar upplýsingar, vaktar fjármálin og ber saman við kjör á markaði og annarra notenda lausnarinnar, aðstoðar við fjárhagslega ákvarðanatöku og gerir einstaklingum kleift að skipta um eða hefja viðskipti við nýja þjónustuveitendur. Aurbjörg sinnir því hlutverki fjármálastjóra einstaklinga og heimila og sýnir á sama tíma samfélagslega ábyrgð með því að ýta undir og efla fjármálalæsi í landinu.

Aurbjörg er í miklum vexti og er þetta því kjörið tækifæri fyrir einstakling sem vill taka þátt í vaxtarvegferð hugbúnaðarlausnar sem kann að hafa mikil áhrif hér á landi og á erlendum mörkuðum. Starfið gefur tækifæri á að hafa veruleg áhrif á framtíð félagsins og markaðarins sem það starfar á, enda framundan stór og spennandi verkefni fyrir vörustjóra.

Við bjóðum vinnu í skemmtilegu starfsumhverfi með metnaðarfullu og faglega sterku samstarfsfólki.

Um nýtt starf er að ræða í nýinnréttuðu skrifstofuhúsnæði í Lágmúla. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra og býður upp á tækifæri til mótunar í samstarfi við framkvæmdastjóra, bæði hvað verklag og áherslur varðar.

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhannes Eiríksson, framkvæmdastjóri Two Birds ehf. (johannes@twobirds.io).

Umsókn skal fylgja kynningarbréf og ferilskrá.