Vörustjóri fjártækni

Við leitum að drífandi vörustjóra með brennandi áhuga á fjártækni sem skilur hvernig gögn munu knýja framtíð fjármálaþjónustu, til að stýra vöruþróun á fjártæknilausnum okkar. Þetta eru Pei fjármögnun, kröfufjármögnun, kröfukaup og greiðslugátt Greiðslumiðlunar.
Vörustjóri fjártæknilausna ber ábyrgð á vörusýn og vörustefnu fjártæknilausna félagsins, stýrir vöruþróun og á í miklum samskiptum við innri og ytri hagaðila. Hlutverkið gefur tækifæri á að hafa veruleg áhrif á framtíð fyrirtækisins og markaðarins sem það starfar á.
Starfið er á nýju sviði Vöru- og verkefnastýringar og hefur því tækifæri til að móta starf sviðsins, verklag og áherslur. Við bjóðum vinnu í skemmtilegu starfsumhverfi með metnaðarfullu og faglega sterku samstarfsfólki.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skapa fjártæknivörur sem hafa áhrif og stuðla að vexti fyrirtækisins til komandi ára
- Ábyrgð á því að ítra og raungera vörusýn og stefnu til samræmis við langtíma sýn og
markmið Motus - Vinna með hagaðilum og viðskiptavinum til að finna tækifæri til virðissköpunar
- Vinna með teymi sérfræðinga, verkefnastjóra, UX hönnuði, hugbúnaðarsviði og öðrum hagaðilum við að skilgreina verkefni til framleiðslu
- Ábyrgð á stýringu og arðsemi fjártæknivara
- Virkur þátttakandi í gerð árlegrar viðskiptaáætlunar fyrirtækisins.
Hæfniskröfur
- Reynsla og þekking á sviði vörustýringar og þróunar á stafrænum lausnum
- Þekking og reynsla á fjármálamarkaði og af lánavörum er kostur
- Verkfræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Færni í greiningu gagna og gagnadrifinni ákvörðunartöku
- Góð hæfni í samskiptum og teymisvinnu
- Leiðtogahæfileikar, frumkvæði og þrautseigja
- Skipulögð og öguð vinnubrögð
Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2022
Sækja um starf
Frekari upplýsingar veitir Styrmir Kristjánsson forstöðumaður vöru- og verkefnastýringar í styrmir@motus.is.