Vörustjóri á sviði Upplýsingatækni & Stafrænnar Þróunar

Bláa Lónið 9. Feb 2022 Fullt starf

Við leitum að frábærum einstaklingi til að taka þátt í þróun, rekstri og viðhaldi á Business Central & LS Retail umhverfi Bláa Lónsins. Um er að ræða spennandi og mikilvægt starf innan Upplýsingatækni & Stafrænnar Þróunar þar sem mikil áhersla er lögð á Business Central og LS Retail til framtíðar.

Helstu verkefni

 • Ráðgjöf og þjónusta við lykilnotendur
 • Vinna á móti verktökum og þróunarteymi Bláa Lónsins
 • Hönnun á viðskiptaferlum innan kerfis með áherslu á bókunarferla
 • Greining, hönnun og skjölun á sérlausnum
 • Þátttaka í uppfærslum og verkefnum í LS Retail og Business Central 19.2
 • Gæðastýring á þróunar- og innleiðingarverkefnum
 • Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Þekking á Business Central eða sambærilegum kerfum er skilyrði
 • A.m.k. fjögurra ára viðeigandi starfsreynsla
 • Reynsla af verkefnastjórnun er æskileg
 • Reynsla af ferðaiðnaði með áherslu á bókanir viðskiptavina og ferlum tengdum þeim er kostur
 • Frumkvæði, áreiðanleiki, sjálfstæði í verki og góðir samskiptahæfileikar
 • Um fullt starf er að ræða í nýju skrifstofuhúsnæði í Urriðaholti.

  Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.


  Sækja um starf
  Upplýsingar fyrir umsækjendur

  Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar. Nánari upplýsingar um starfið veitir Páll Ágúst Ólafsson forstöðumaður þróunar hjá IT & Digital í síma 420-8800