Vörueigandi Upplýsingastýringar og fjármálalausna

Íslandsbanki 12. Nov 2020 Fullt starf

Hjá Íslandsbanka starfar öflugur hópur vörueigenda, þeir koma úr ýmsum deildum bankans og vinna fyrir mismunandi vörusvið innan upplýsingatækni. Upplýsingastýring og fjármálalausnir leita að einstaklingi til að slást í öflugan hóp sem vinnur að uppbyggingu upplýsingastýringar innan bankans.

Hlutverk Upplýsingastýringar og fjármálalausna er að styðja við framleiðslu upplýsinga úr gögnum hvort sem kemur að vöruhúsi gagna, fjárhagsbókhaldi, viðskiptagreind eða annarskonar gagnagreiningum. Vörusviðið er þannig hreyfiafl til bættrar ákvörðunartöku og aukinnar þjónustu með skilvirkri framleiðslu upplýsinga. Starfið tilheyrir deildinni Viðskiptagreiningu, sem staðsett er innan Fjármálasviðs, og felur í sér ítarlega greiningu á þörfum neytenda gagna í nánu samstarfi með þeim og öðrum hagaðilum innan bankans.

Helstu verkefni:

• Þróun á flæði fjárhagsgagna til framtíðar • Gagnagreining og úrvinnsla gagna • Niðurbrot og forgangsröðun afurða • Samskipti við hagaðila • Ítarlegur undirbúningur og þarfargreiningar fyrir þróunarteymi • Framsetning og miðlun upplýsinga • Umbreytingu gagna í virðisaukandi upplýsingar • Önnur verkefni eftir nánara samkomulagi

Hæfniskröfur:

• Háskólamenntun, framhaldsmenntun æskileg • Framúrskarandi samskiptahæfni • Reynsla og þekking af fjárhagsbókhaldi • Framúrskarandi greingarhæfni og gagnalæsi (e. data literacy)
• Góður skilningur á upplýsingasöfnun og gagnaskilum • Geta og áhugi á að kynna sér nýja hluti ásamt gagnrýnni hugsun • Metnaður og skipulagshæfni til að hafa yfirsýn og umsjón með verkefnum • Öguð vinnubrögð

Nánari upplýsingar um starfið veita

Gissur Jónasson , forstöðumaður Viðskiptagreiningar og vörustjóri Upplýsingastýringar og fjármálalausna sími 844 2759, gissur.jonasson@islandsbanki.is. Rósa María Ásgeirsdóttir, forstöðumaður Upplýsingastýringar og fjármálalausna sími 844 4371, rosa.asgeirsdottir@islandsbanki.is.

Á Mannauðssviði veitir Sigrún Ólafsdóttir nánari upplýsingar, sími 844 4172, sigrun.olafs@islandsbanki.is.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir óskast fylltar út á islandsbanki.is og sendar ásamt ferilskrá og kynningarbréfi. Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember nk.

Hjá Íslandsbanka starfa um 780 manns með ástríðu fyrir árangri. Við vinnum saman að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Starfsfólk Íslandsbanka leggur sig alltaf fram við að veita bestu bankaþjónustuna.

Íslandsbanki hefur staðist jafnlaunavottun og hlotið Jafnlaunamerki Velferðaráðuneytis.