Vörueigandi Markaðs- og verðbréfalausna

Íslandsbanki 17. May 2021 Fullt starf

Hjá Íslandsbanka starfar öflugur hópur vörueigenda, þeir koma frá ýmsum sviðum bankans og vinna náið með vöruteymum innan Upplýsingatæknisviðs. Hlutverk vöruteymisins er að þróa, viðhalda og bæta lausnir fyrir markaðs- og verðbréfavörur bankans. Starfsmaður verður hluti af hóp öflugra sérfræðinga innan Fjármála, reksturs og stefnumótunar, sem staðsett er innan Fyrirtækja- og fjárfestasviðs. Starfið felur í sér ítarlega greiningu á þörfum viðskiptavina bankans, með áherslu á vörur verðbréfa- og gjaldeyrismiðlunar, afleiðuborðs og eignastýringar. Þá felur starfið einnig í sér forgangsröðun stafrænna verkefna og mikillar samvinnu við hugbúnaðarþróun og annarra hagsmunaaðila innan bankans. Við leitum að sjálfstæðum, drífandi og þjónustulunduðum aðila sem á auðvelt með að fá fólk í lið með sér og ná fram því besta í öðrum.

Helstu verkefni:

 • Þróun á upplýsingatæknilausnum markaðs- og verðbréfavara
 • Aðkoma að gerð vegvísis vöruteymis (e. roadmap)
 • Greiningarvinna, notendarannsóknir og þarfagreiningar
 • Hugmyndavinna að nýjum stafrænum lausnum fyrir markaðs- og verðbréfavörur
 • Ítarlegur undirbúningur og þarfagreiningar fyrir hugbúnaðarteymi
 • Samskipti við hagaðila

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun í tölvunarfræði og mjög góð þekking á markaðs- og verðbréfavörum
 • Framúrskarandi samskiptahæfni
 • Greiningarhæfni og gagnalæsi
 • Geta og áhugi á að kynna sér nýja hluti ásamt gagnrýnni hugsun
 • Metnaður og skipulagshæfni til að hafa yfirsýn og umsjón með verkefnum
 • Öguð vinnubrögð

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, forstöðumaður í Fjármál, rekstur og stefnumótun, kristin.hronn.gudmundsdottir@islandsbanki.is og Sigrún Ólafsdóttir á Mannauðssviði, 844 4172, sigrun.olafs@islandsbanki.is Umsóknarfrestur er til og með 23. maí nk. Hjá Íslandsbanka starfa um 750 manns með ástríðu fyrir árangri. Við vinnum saman að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Íslandsbanki hefur staðist jafnlaunavottun og hlotið Jafnlaunamerki Velferðaráðuneytis.