Vörueigandi (Digital product owner)

Íslandsbanka 5. Jul 2023 Fullt starf

Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í starf vörueiganda (e. Digital Product Owner) á Viðskiptabankasvið Íslandsbanka. Viðskiptabankinn þjónar litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem eru hryggjarstykkið í íslensku efnahagslífi og standa undir kraftmikilli verðmætasköpun í öllum atvinnugreinum.

Helstu verkefni:

  • Leiða og taka þátt í mótun greiðslumiðlunar bankans og stafrænni vegferð
  • Greining og viðhald á kerfum og ferlum sem tengjast innlendum og erlendum greiðslum
  • Stýra og forgangsraða verkefnum vöruteymis
  • Þátttaka í stefnumótun og þróun nýrra vara
  • Samskipti við aðrar einingar bankans og viðskiptavini

Hæfniskröfur:

  • Framúrskarandi samskiptafærni
  • Mikill metnaður og áhugi
  • Öguð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Þekking á fjármálaumhverfi og hugbúnaðarþróun æskileg en ekki nauðsynleg
  • Reynsla af því að leiða teymi og verkefni

Frekari upplýsingar:

Frekari upplýsingar veita Marteinn Már Guðgeirsson forstöðumaður, marteinn.mar.gudgeirsson@islandsbanki.is, og Guðlaugur Örn Hauksson ráðningarstjóri, gudlaugur.orn.hauksson@islandsbanki.is.

Hjá Íslandsbanka starfa um 700 manns með ástríðu fyrir árangri og vinnum við öll að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi og að því að veita bestu bankaþjónustuna.

Við erum stolt af því að hafa fengið nokkrum sinnum faggilta vottun á jafnlaunastaðalinn ÍST85:2012. Vottunin staðfestir að unnið er markvisst gegn kynbundnum launamun og þannig stuðlað að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Þessi vottun er eðlilegt framhald af þeirri vinnu sem unnin hefur verið innan bankans undanfarin ár en við fengum Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2016, Gullmerki PwC 2015 og Jafnvægisvog FKA nokkur ár í röð.

Jafnframt leggur Íslandsbanki mikla áherslu á sjálfbærnimál og styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Frekari upplýsingar veita Marteinn Már Guðgeirsson forstöðumaður, marteinn.mar.gudgeirsson@islandsbanki.is, og Guðlaugur Örn Hauksson ráðningarstjóri, gudlaugur.orn.hauksson@islandsbanki.is.