Viltu taka þátt í að móta framtíðina og koma hugbúnaðarverkefnum í innleiðingu og þróun?

OR 24. Nov 2023 Fullt starf

Við leitum að metnaðarfullum einstakling í fjölbreyttan hóp sérfræðinga á upplýsingatæknisviði OR samstæðunnar

Helstu viðfangsefni

Helstu viðfangsefni eru vinna í teymi með verkefnastjórum og viðskiptavinum við að móta og skrásetja hugbúnaðarkröfur, halda og stýra vinnufundum til að samræma kröfur við markmið verkefna, greina þarfir og þýða þær yfir í skýrar og framkvæmanlega kröfulýsingu ásamt því að greina hvar helstu áskoranir í verkefni liggja og minnka áhættu á innleiðingartíma.

Við metum reynslu af því að skilja þarfir viðskiptavinarins á sviði upplýsingatækni mikils, enda felast í starfinu tækifæri til þess að taka þátt í fjölbreyttum upplýsingatækniverkefnum sem styðja bæði innri og ytri viðskipta- og þjónustuferla OR samstæðunnar til stafrænnar framtíðar. Starfið krefst útsjónarsemi, greiningarhæfni og hæfileika til þess að halda mörgum boltum á lofti.

Samstæðan samanstendur af fimm fyrirtækjum; Orkuveitu Reykjavíkur, Veitum, Orku náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix og hefur það hlutverk að auka lífsgæði með samfélagsábyrgð að leiðarljósi. Teymi upplýsingatækni sér um innleiðingu á ýmsum hugbúnaðarlausnum fyrir samstæðuna og vinnur náið með starfsfólki OR og dótturfyrirtækja til að tryggja heildstæða og samfellda ferla á öllum sviðum.

Reynsla og þekking

  • Þekking og reynsla á að vinna með ferla við hugbúnaðargerð og innleiðingu þeirra
  • Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli
  • Háskólapróf í tölvunarfræði, viðskiptafræði eða skyldum greinum er kostur

Hvernig vinnustaður er OR samstæðan? (kynningarmyndband)

Hjá OR samstæðunni leggjum við áherslu á að vera með fjölbreyttan hóp starfsfólks. Rannsóknir hafa sýnt að konur, kynsegin og fólk í minnihlutahópum sækja síður um störf ef þau uppfylla ekki öll skilyrði starfsins. Ef þú telur þig hafa það sem þarf til og ástríðu til að vinna hjá OR samstæðunni hvetjum við þig til að sækja um, jafnvel þó þú hakir ekki í öll boxin í auglýsingunni!

Umsóknarfrestur er til og með 10. desember 2023.

Nánari upplýsingar veitir Sæmundur Friðjónsson Forstöðumaður Upplýsingatækni, saemundur.fridjonsson@or.is og Anton Sigurjónsson Hugbúnaðarsérfræðingur, anton.sigurjonsson@or.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veitir Sæmundur Friðjónsson Forstöðumaður Upplýsingatækni, saemundur.fridjonsson@or.is og Anton Sigurjónsson Hugbúnaðarsérfræðingur, anton.sigurjonsson@or.is