Vilt þú starfa við stærsta vef landsins?

Sýn 8. Sep 2023 Fullt starf

Sýn óskar eftir að ráða metnaðarfullan framendaforritara til starfa á upplýsingatæknisviði við að umbylta stærsta vef landsins.

Ef þú ert reynslumikill og lausnamiðaður einstaklingur á sviði hugbúnaðarþróunar sem langar að vinna á lifandi vinnustað með skemmtilegu fólki þá ert þú rétti aðilinn fyrir okkur.

Hjá Sýn gengur þú í öfluga liðsheild og vinnur með teymi skv. Agile hugmyndafræðinni og færð að taka þátt í að móta og þróa nýjar tæknilausnir innan sviðsins.  

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þátttaka í framþróun lausna fyrir vísi.is og aðra vefi Sýnar
  • Þátttaka í agile þróunarteymum og samvinna við aðrar deildir innan Sýnar
  • Almenn hugbúnaðarþróun
  • Veita reynslu minni forriturum leiðsögn og stuðning

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Sterk tæknileg þekking á framendaforritun
  • Typescript
  • React
  • Next.js
  • GraphQL
  • Góð þekking á CSS (Tailwind og/eða Styled components væri kostur)
  • CI/CD, Github
  • .NET og C# og SCRUM er kostur
  • Þekking á skýjaumhverfum er kostur
  • Háskólamenntun eða reynsla sem nýtist í starfi.

Hvað höfum við að bjóða þér?

  • Frábæra vinnufélaga
  • Framúrskarandi vinnuaðstöðu
  • Spennandi verkefni
  • Sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi
  • Möguleika á starfsþróun
  • Mötuneyti á heimsmælikvarða
  • Internet- og farsímaáskrift auk sérkjara af sjónvarpsþjónustu
  • Árlegan heilsustyrk
  • Árlegan símtækjastyrk
  • Samgöngustyrk fyrir þá sem nýta sér vistvæna ferðamáta til og frá vinnu
  • Öflugt starfsmannafélag og frábæra vinnustaðamenningu

Við hvetjum áhugasama af öllum kynjum til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 21.september nk. Nánari upplýsingar veitir Kolbrún S. Hjartardóttir, mannauðsráðgjafi, kolbrunsh@vodafone.is, og Karen Sif Viktorsdóttir Deildarstjóri Hugbúnaðarþróunar, karensif@stod2.is

Einungis er tekið á móti umsóknum í gegnum ráðningavefinn okkar.

Hver erum við?

Sýn er leiðandi fyrirtæki á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi. Undir Sýn heyra vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Vísir, Bylgjan, FM957, X-977, Stöð 2 Sport og dótturfélagið Endor. Hjá okkur starfar samheldinn hópur fólks sem leitast stöðugt við að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu.

Hjá Sýn leggjum við áherslu á að starfsfólk upplifi vellíðan í vinnu. Það gerum við með því að búa starfsfólki framúrskarandi vinnuaðstöðu, huga að líkamlegri og andlegri heilsu þess og gefa því möguleika á sveigjanleika í vinnu. Við viljum að fólki líði vel í vinnunni, upplifi sig sem hluta af sterkri liðsheild, fái útrás fyrir sköpunarþörf sína og tækifæri til að takast á við verkefni þar sem styrkleikar þeirra fá helst notið sín. Sýn vill þannig stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og góðu sjálfstrausti starfsfólks og að starfsfólk sýni frumkvæði í starfi. Við trúum því að fyrirtækinu gangi best þegar starfsfólkið er upp á sitt BESTA.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur