Viðskiptastjóri (Account Manager)

five degrees 21. Oct 2020 Fullt starf

Getur þú unnið sjálfstætt, skipulega og ertu með ríka þjónustulund? Hefur þú áhuga á að vera hluti af teymi sem sinnir þjónustu þar sem viðskiptavinirnir eru fjármálafyrirtæki víða um heiminn?

Við erum að leita að einstaklingi í þjónustuteymið okkar. Við erum góð í mannlegum samskiptum, sérfræðingar í okkar kerfum og höfum mikinn metnað til þess að þjóna okkar viðskiptavinum. Við erum tilbúin að taka á móti réttum aðila sem eykur breidd og afköst hjá teyminu okkar.

Til að koma til greina í starfið þarftu að hafa háskólagráðu í tölvunarfræði, viðskiptafræði eða sambærilegum greinum. Góð þekking á starfsemi fjármálafyrirtækja og reynsla af okkar kerfum er kostur.

Viðskiptastjóri sinnir þjónustu og ráðgjöf við hugbúnað five°degrees. Tekur þátt í prófunum og innleiðingum á hugbúnaði og vinnur með vörustjóra að hugmyndum um nýja virkni í okkar hugbúnaði.

Um five°degrees

five°degrees á Íslandi er leiðandi í gerð hugbúnaðar fyrir fjármálamarkað. Hugbúnaðurinn okkar er í notkun hjá flestum fyrirtækjum og stofnunum á íslenskum fjármálamarkaði. Hugbúnaðarlausnir five°degrees einfalda alla umsýslu lána, verðbréfasafna, innlánsreikninga og greiðslusamninga.

Höfuðstöðvar five°degrees eru í Hollandi og er félagið í örum vexti í Evrópu og N-Ameríku. Hugbúnaðarteymi eru einnig staðsett í Portúgal og Serbíu. Starfsfólk á Íslandi vinnur með fólki í öllum þessum löndum að margvíslegum verkefnum, m.a., að skýjalausnum five°degrees í Azure.

Starfstöðvar á Íslandi eru tvær, í Kópavogi og á Akureyri. Á báðum stöðum er lagður mikill metnaður í gott starfsumhverfi og að verkefnin sem unnin eru séu bæði fjölbreytt og krefjandi.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Tekið er á móti umsóknum á netfangið: job@fivedegrees.is