Viðskiptagreind og vöruhús

Motus ehf 16. May 2022 Fullt starf

Við leitum af öflugum einstaklingi til þess leiða gagna- og viðskiptagreindarvegferð fyrirtækisins ásamt uppbyggingu á vöruhúsi gagna. Tækifærin eru mikil þar sem framtíðarlausnir verða byggðar frá grunni og með nýjustu tækni. Nýting gagna til stjórnunar og ákvarðanatöku einkenna framúrskarandi fyrirtæki nútímans og þangað ætlum við.

Helstu verkefni

  • Stefnumótun og innleiðing á gagnaframtíð fyrirtækisins
  • Uppbygging og þróun viðskiptagreindar, vöruhúss gagna og master data
  • Uppbygging á mælaborðum, gagnamódelum og stjórnendaupplýsingum
  • Innleiðing á bestu aðferðum (best practice) og skilvirkni í nýtingu gagna

Hæfni og menntun

  • Reynsla af uppbyggingu viðskiptagreindar og vöruhúss
  • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða tengdum greinum
  • Meistaranám á sviði gagnavísinda er kostur
  • Hugrekki, leiðtogafærni, drifkraftur og frumkvæði
  • Skipulögð og öguð vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2022.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Frekari upplýsingar veitir Bjarki Snær Bragason forstöðumaður upplýsingatæknisviðs í bjarkib@motus.is.