Viðmótsforritari

Kolofon 18. Nov 2021 Fullt starf

Hönnunar­stofan Kolofon leitar að forritara sem brennur fyrir stafræn viðmót, hefur metnað í að skila vönduðum og endingar­góðum vörum í nánu sam­starfi við okkar teymi, viðskipta­vini og samstarfs­aðila. Við­komandi þarf að vera næmur á notenda­upplifun á stafrænum vett­vangi, geta unnið sjálf­stætt, vera lausna­miðaður og metnaðar­fullur fyrir nýjum áskorunum.

Kröfur & hæfileikar.

  • Gott vald á React, TypeScript og Node.js.
  • Að minnsta kosti tveggja ára reynsla af vinnu við viðmótsforritun.
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og hluti af teymi.

Um vinnustaðinn.

Kolofon er lif­andi vinnu­staður með fjöl­breytt verk­efni, sem aðstoðar fyrir­tæki og stofnanir að ná fram tíma­lausri, fallegri og umfram allt skil­virkri hönnun. Stofan sérhæfir sig í mörkun, vef- og við­móts­hönnun ásamt upp­lýsinga­hönnun. Hún var stofnuð í árs­byrjun 2018 og er með aðsetur á Granda.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir og fyrir­spurnir um starfið sendist á atvinna@kolofon.is.