Viðmótsforritari

Creditinfo 4. Mar 2020 Fullt starf

Við leitum að starfsmanni í hugbúnaðargerð sem nýtur þess að forrita í JavaScript og React.js.

Helstu verkefni snúa að forritun notendaviðmóts og eininga í samvinnu við hugbúnaðarteymi Creditinfo. Starfið felur í sér þátttöku í vöruþróunarteymum þar sem áhersla er lögð á samvinnu, frábæra notendaupplifun og gæði.

Ábyrgð í starfi:

 • Þróun og viðhald notendaviðmóta
 • Endurnýting og smíði á viðmótseiningum Creditinfo
 • Vinna með viðmótshönnuðum

Hæfniskröfur:

 • BS/MS í tölvunarfræðum eða verkfræði eða mikil reynsla á þessu sviði
 • Faglegur metnaður
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Framúrskarandi samskiptahæfni
 • Reynsla af forritun viðmóta
 • Reynsla af JavaScript, HTML og CSS
 • Reynsla af React.js
 • Reynsla af vinna með vefþjónustur (XML, SOAP og REST / JSON)

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið atvinna@creditinfo.is merkt Viðmótsforritari.

Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Gestsson, forstöðumaður upplýsinga- og tæknisviðs, eirikurg@creditinfo.is.

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2020.