Viðmótsforritari

Kolofon 5. Jun 2019 Fullt starf

Kolofon er hönnunarstofa sem sérhæfir sig í mörkun, upplýsingahönnun ásamt hönnun og forritun fyrir stafræna miðla.

Við leitum að forritara sem brennur fyrir stafræn viðmót, hefur metnað í að skila vönduðum og endingargóðum vörum í nánu samstarfi við okkar teymi, viðskiptavini og samstarfsaðila. Viðkomandi þarf að vera næmur á notendaupplifun á stafrænum vettvangi, geta unnið sjálfstætt, vera lausnamiðaður og metnaðarfullur fyrir nýjum áskorunum.

Við smíðum framenda með Javascript og PostCSS. Setjum upp og tölum við RESTful og GraphQL þjónustur. Notum WordPress fyrir headless CMS eða aðrar leigðar þjónustur eins og Prismic, en veljum þó tólin alltaf eftir þörfum hvers verkefnis.

Ef þú hefur gott vald á framendaforritun og áhuga á að slást í för með okkur þá erum við spennt að heyra í þér!


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sendu okkur línu á studio@kolofon.is með ferilskrá og hlekk á vefsíðu, Github eða álíka svæði með verkefnum eftir þig fyrir 20. júní. Við munum svara öllum umsóknum og spurningum.