Viðmótsforritari

Kolofon 28. Aug 2022 Fullt starf

Kolofon leitar að forritara sem brennur fyrir stafræn viðmót, hefur metnað í að skila vönduðum og endingar­góðum vörum í nánu sam­starfi við okkar teymi, viðskipta­vini og samstarfs­aðila. Við­komandi þarf að vera næmur á notenda­upplifun á stafrænum vett­vangi, geta unnið sjálf­stætt, vera lausna­miðaður og metnaðar­fullur fyrir nýjum áskorunum.

Þitt hlutverk
Við leitum að einstaklingi sem hefur gott vald á framendaforritun. Við skrifum í React/TypeScript, byggjum flest okkar verkefni á Next.js, vinnum mikið á móti og skrifum GraphQL millilög. Þú værir að stíga inn í áframhaldandi þróun á verkefnum ásamt því að smíða fjölmörg spennandi verkefni frá grunni og aðstoða okkur í hinu eilífðar verkefni við að þróa og fínpússa tæknistakkinn.

Helstu verkefni
Við erum lítið teymi og reynum eftir fremsta megni að velja vel þau verkefni sem henta stofunni best. Meðal viðskiptavina hjá okkur er Strætó, Keahotels, Vegagerðin, Isavia, Mosfellsbær, Landsvirkjun, RÚV og Vinnueftirlitið. Verkefnin eru margþætt ná yfir á alla anga stofunnar, hvort sem það er ásýnd, prent eða stafrænar lausnir.

Meðal stafrænna verkefna sem eru framundan:

  • Nýr aðalvefur ásamt hliðarsíðum fyrir Vegagerðina ásamt hönnunarkerfi. Áframhald af vinnu við sjolag.is sem fær núna að flæða yfir á aðra stafræna vettvanga stofnuninnar.
  • Áframhaldandi þróun á hönnunarkerfi og vef- og prentlausnum fyrir Strætó.
  • Spennandi stafrænar lausnir fyrir Keahotels.
  • Áframhald á þróun vef og hönnunarkerfis fyrir Mosfellsbæ.
  • Spennandi stafrænar lausnir fyrir Borgarlínuna.

Um vinnustaðinn
Kolofon er lif­andi vinnu­staður með fjöl­breytt verk­efni. Þar starfa átta sérfræðingar á sínum sviðum sem aðstoða fyrir­tæki og stofnanir að ná fram tíma­lausri, fallegri og umfram allt skil­virkri hönnun. Stofan sérhæfir sig í mörkun, vef- og við­móts­hönnun ásamt upp­lýsinga­hönnun. Hún var stofnuð í árs­byrjun 2018 og er með aðsetur á Granda.

Við bjóðum meðal annars upp á:

  • Niðurgreiddan hádegismat 3× í viku.
  • Fjölbreytt verkefni fyrir vef, sýningar, prent og fleiri miðla.
  • Skapandi vinnuumhverfi með nóg pláss fyrir þínar hugmyndir.
  • Árlegan styrk til endurmenntunar eða ráðstefnu hvar sem er í heiminum.
  • Gott kaffi og ný ristaðar kaffibaunir í hverri viku frá nágrönnum okkar í Kaffibrugghúsinu.

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir og fyrir­spurnir um starfið sendist á atvinna@kolofon.is.