Verkefnastjóri í hugbúnaðarþróun

Orkuveita Reykjavíkur 27. Sep 2019 Fullt starf

OR samstæðan undirbýr framtíðina og það reynir á sérfræðinga okkar í upplýsingatækni. Við þurfum að bæta í hópinn og leitum að framsýnum verkefnastjóra til að reka hugbúnaðarverkefni frá greiningu til afhendingar. Það felst í að greina þarfir með hagsmunaaðilum, koma þeim í forritun, prófa, samþykkja og koma lausnum í rekstur.

Upplýsingatækni OR þróar og rekur fjölmargar hugbúnaðarlausnir. Í starfinu felst að leiða fjölbreytt verkefni í samstarfi við breiðan hóp sérfræðinga innan og utan samstæðunnar. Til að takast á við verkefnin þarf háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði tölvunarfræði, viðskiptafræði eða upplýsingatækni, ásamt þekkingu á ferli hugbúnaðargerðar og reynslu af verkefnastjórnun. Ef þú þar að auki býrð yfir drifkrafti, góðri samskiptafærni og hugsar að auki í lausnum er þér ekkert til fyrirstöðu að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 13. október 2019. Við hvetjum konur sérstaklega til að sækja um.*

OR er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, jafnrétti, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og einkalíf.

*Þar sem konur eru í miklum minnihluta starfsfólks hjá Upplýsingatækni OR hvetjum við þær sérstaklega, á grundvelli 1. mgr. 18. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, til að sækja um.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um á ráðningarvef OR, starf.or.is, þar sem nánari upplýsingar er að finna.