Verkefnastjóri hugbúnaðarþróunar

Samgöngustofa 24. Feb 2022 Fullt starf

Verkefnastjóri hugbúnaðarþróunar

Samgöngustofa leitar að öflugum einstaklingi í stöðu verkefnastjóra í hugbúnaðarþróun Samgöngustofu. Viðkomandi mun sinna greiningu, innleiðingu og stýringu á hugbúnaðar verkefnum. Samgöngustofa hefur sett fram heildarstefnu stofnunarinnar til næstu þriggja ára og er að efla starf í kringum stafræna vegferð til að byggja upp verkferla og þjónustu í kringum nýjustu tækni og rafrænar lausnir. Stefnan er skýr og markmiðið að auka hagkvæmni og skilvirkni, bæta upplýsingamiðlun og einfalda þjónustu fyrir hagaðila. Verkefnastjóri í hugbúnaðarþróun verður lykilstarfsmaður í framgreindri þróun. Við leitum að einstaklingi sem brennur fyrir stöðugum umbótum, starfrænni þróun og er sterkur liðsmaður. Um fullt starf er að ræða.

Helstu verkefni:

 • Greining og undirbúningur verkefna með ferilseigendum. Virk þátttaka í þróun rafrænnar þjónustu stofnunarinnar.
 • Forgangsröðun, verkefnastýring og þekkingaryfirfærsla milli ferilseiganda og tækniteyma þannig að viðskiptalegir hagsmuni verkefna séu tryggðir.
 • Innleiðing nýrra verkefna, upplýsingagjöf og samstarf við hagaðila við prófanir og afhendingu lausna.
 • Þátttaka í samstarfi við Stafrænt Ísland á sviði stafrænnar þróunar hins opinbera.
 • Virk þátttaka í tæknilegri stefnumótun og útfærslu lausna.

Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. í tölvunarfræði, verkefnastjórnun eða verkfræði. Gerð er krafa um BS eða BA gráðu.
 • Góð tækniþekking skilyrði.
 • Starfsreynsla af sambærilegu starfi æskileg, sérstaklega er tekið tillit til reynslu af Agile-aðferðafræði og verkefnastýringu.
 • Reynsla af markvissu umbótastarfi og ferlagreininum er æskileg.
 • Mjög góð hæfni í samskiptum og þverfaglegri vinnu með hagsmunaaðilum við að tryggja framgang verkefna, eftirfylgni og fjarlægja hindranir.
 • Geta til þess að halda utan um mörg samhliða verkefni.
 • Gott vald á íslensku og ensku.

Í boði er spennandi starf hjá eftirsóknarverðum vinnustað í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.

Umsóknarfrestur er til 7. mars 2022.

Hægt er að sækja um starfið rafrænt á www.samgongustofa.is/storf.

Nánari upplýsingar veitir Ólöf Friðriksdóttir, mannauðsstjóri í síma 480-6000. Öllum umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að umsækjendur skili sakavottorði. Hafi umsækjandi verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi getur það orðið til þess að viðkomandi telst ekki hæfur til að gegna starfi hjá stofnuninni. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Samgöngustofa áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Samgöngustofa hvetur öll kyn til að sækja um þessa stöðu.

Hjá Samgöngustofu er lögð áhersla á jákvæðan og skemmtilegan starfsanda, frumkvæði og þátttöku. Samgöngustofa fer með stjórnsýslu samgöngumála og annast eftirlit er varðar flug, siglingar, umferð og öryggiseftirlit með samgöngumannvirkjum og leiðsögu. Á hverjum degi leggjum við áherslu á að stuðla að öruggari samgöngum og sinna viðskiptavinum af kostgæfni. Árangri er náð með öflugum hópi starfsmanna með fjölbreyttan bakgrunn og þekkingu. Frekari upplýsingar um Samgöngustofu er að finna á vef stofnunarinnar www.samgongustofa.is


Sækja um starf