Verkefnastjóri

Við leitum að öflugum verkefnastjóra með tæknilega innsýn til að leiða verkefni þvert á fyrirtækið. Hlutverkið gefur tækifæri á að móta verklag við verkefnastjórnun innan fyrirtækisins sem og að móta starf sviðsins og áherslur.
Staða verkefnastjóra er á sviði Vöru- og verkefnastýringar sem í dag stýrir m.a. Motus Innheimtu, Pei fjármögnun, kröfufjármögnun, kröfukaup og greiðslugátt Greiðslumiðlunar.
Við bjóðum vinnu í skemmtilegu starfsumhverfi með metnaðarfullu og faglega sterku samstarfsfólki.
Helstu verkefni og ábyrgð
– Raungera verkefni skv. vegvísum til samræmis við vörusýn og markmið
– Móta bestu venjur verkefnastýringar fyrirtækisins
– Vinna með teymi sérfræðinga, vörustjóra, UX hönnuði, hugbúnaðarsviði og öðrum hagaðilum við að afhenda virði til viðskiptavina
– Ábyrgð á stýringu verkefna, tryggja meðvitund um framvindu og áhættu í verkefnum.
– Virkur þátttakandi í Verkefnaráði félagsins
Hæfni og menntun
– Reynsla og þekking á sviði verkefnastýringar á stafrænum lausnum
– Háskólamenntun sem nýtist í starfi
– Góð hæfni í samskiptum og teymisvinnu
– Leiðtogahæfileikar, frumkvæði og þrautseigja
– Skipulögð og öguð vinnubrögð
Sækja um starf
Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2022
Frekari upplýsingar veitir Styrmir Kristjánsson forstöðumaður vöru- og verkefnastýringar í styrmir@motus.is.