Verkefnastjóri

Sendiráðið 17. Sep 2020 Fullt starf

Við hjá Sendiráðinu viljum bæta við okkur metnaðarfullum og skemmtilegum verkefnastjóra / vörustjóra sem vill vinna hjá framsæknu fyrirtæki í fjölbreyttum og spennandi verkefnum.

Sendiráðið skapar vörur sem þúsundir einstaklinga nota á hverjum degi og hefur þannig áhrif á stóran hluta samfélagsins, því teljum við nauðsynlegt að þeir sem komi að okkar verkefnum hafi ástríðu fyrir því sem þeir taka sér fyrir hendur.

Starf verkefnastjóra hjá Sendiráðinu felst í því að:

 • Leiða teymi forritara, hönnuða og annara hagsmunaraðila
 • Sjá um innleiðingu verkefna (e. onboarding)
 • Setja upp verkáætlanir og tímalínur.
 • Almenn samkipti við viðskiptavini t.d. upplýsingagjöf varðandi stöðu verkefna
 • Leiða teymi og samstarfsaðila í grunngreiningum og æfingum
 • Tryggja framgang og árangur í verkefnum

Menntun og hæfniskröfur:

 • Marktæk reynsla af verkefnastjórnun
 • Reynsla af verkefnum sem tengjast þróun stafrænna lausna
 • Framúrskarandi samskiptahæfileikar
 • Lágmark 2 ára starfsreynsla í sambærilegu starfi
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
 • Menntun sem nýtist í starfi

Sendiráðið er hugbúnaðarstofa upp á Höfðabakka sem er troðfull af sköpunarkrafti og skemmtilegu fólki sem samanstendur af hönnuðum, forriturum og ráðgjöfum sem hafa alhliða þekkingu á hugbúnaðarþróun og starfrænum verkefnum.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Best er að senda ferilskrá og aðrar upplýsingar á hrafn@sendiradid.is fyrir föstudaginn 25. september