Verkefna og viðskiptastjóri

Sendiráðið 20. Sep 2021 Fullt starf

Við leitum að verkefna- og viðskiptastjóra sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og getur leitt mismunandi teymi áfram í fjölbreyttum verkefnum. Við leggjum áherslu á góð og hreinskilin samskipti og hæfni í teymisvinnu.

Viðkomandi kemur til með að vinna að fjölbreyttum þáttum verkefna og mun vinna með vörustjórum, hönnuðum, sérfræðingum í notendaupplifun og forriturum, svo eitthvað sé nefnt. Hlutverk verkefnastjóra er að halda utan um stöðu verkefna hverju sinni og vera í stöðugum samskiptum við samstarfsaðila varðandi þá stöðu og næstu skref. Verkefnastjórar vinna einnig með framkvæmdastjóra að verkefnaskipulagi og uppsetningu teyma.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helsta ábyrgð verkefna- og viðskiptastjóra er að sinna samskiptum núverandi og tilvonandi samstarfsaðila Sendiráðsins, halda utan um þeirra verkefni, annast þarfagreiningar og verkáætlanir, og tryggja ánægju okkar samstarfsaðila með því að verkefnum sé skilað á áætluðum tíma með þeim gæðum sem ætlast er til.

• Reynsla af ráðgjöf tengt hugbúnaðarþróun

• Frumkvæði og drifkraftur

• Lausnamiðuð hugsun og fagleg vinnubrögð

• Skipulags – og leiðtogahæfileikar

• Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu

Menntunar- og hæfniskröfur

• Stafræn hæfni eða djúpur skilningur á tækni

• Reynsla og þekking á Agile og Scrum hugmyndafræði

• Reynsla af verkefnastjórnun í hugbúnaðarverkefnum

• Lausnamiðuð hugsun og fagleg vinnubrögð

• Önnur reynsla sem getur nýst í starfi

Ef þú hefur áhuga á að starfa í spennandi en krefjandi umhverfi í samstarfi við fjölbreytt og metnaðarfull fyrirtæki og stofnanir þá viljum við heyra frá þér.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlegast sendið ferilskrá og aðrar upplýsingar á hallo@sendiradid.is fyrir 6. október.