Vélaverkfræðingur hjá Lauf Cycling

Lauf Cycling 17. Jun 2022 Fullt starf

Lauf hefur vaxið hratt undanfarin ár. Velta síðasta árs var u.þ.b. milljarður króna og stefnir fyrirtækið á 75% vöxt árlega.

Höfuðstöðvar Lauf eru á Íslandi en fyrirtækið selur vörur sínar um allan heim og er með framleiðslu og lagerhald í mörgum löndum.

Starfsmaður mun bera ábyrgð á gæða og ábyrgðarmáium Lauf á heimsvísu, en það felur m.a. í sér hönnun framleiðslu- og gæðaferla með birgjum Lauf í Þýskalandi, Taívan og Kína.

Starfsmaður mun taka þátt í vöruþróunarverkefnum Lauf og þarf því að hafa ágæta kunnáttu (eða getu til að læra fljótt og vel) á Solidworks.

Starfsmaður mun vinna náið með yfirmanni „customer service“ og forstjóra/vöruþróunarstjóra.

Starfsmaður þarf að hafa mastersgráðu í vélaverkfræði.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir sendist á: jobs@laufcycling.com

Umsóknarfrestur er til fimmtudags 23. júní.