Vefstjórn og stafræn verkefni

VÍS 1. Dec 2017 Fullt starf

VIÐ VITUM HVAÐ STAFRÆNAR LAUSNIR SKIPTA MIKLU MÁLI

Við hjá VÍS ætlum að veita viðskiptavinum okkar bestu tryggingaþjónustu sem völ er á. Framfarir í stafrænni tækni eru lykillinn að einfaldari og betri þjónustu og þar ætlum við að vera í fararbroddi. Við leitum að árangursdrifnum og lausnamiðuðum einstaklingi til að taka þátt í stafrænni vegferð félagsins.

Viðkomandi verður vörustjóri vis.is og mun starfa með þéttu teymi Stafrænna verkefna sem er ný deild innan VÍS. Viðkomandi mun í teymisvinnu vinna að nýjum lausnum í rafrænni þjónustu þar sem vefurinn mun leika stórt hlutverk. Leitað er að ábyrgum aðila sem hefur metnað til starfsins og fylgist vel með því nýjasta sem er að gerast í stafrænum lausnum á markaði.

Helstu verkefni:

 • Ábyrgð á vefmálum og þjónustuþáttum á vis.is
 • Umsjón með stafrænum þróunarverkefnum á vis.is
 • Þátttaka í innleiðingu stafrænna lausna í samvinnu við önnur svið
 • Greining á þörfum viðskiptavina
 • Umsjón með mælikvörðum vefmála

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Reynsla af vefumsjón og verkefnastjórn
 • Reynsla af verkefnum sem tengjast innleiðingu stafrænna lausna
 • Brennandi áhugi á vefmálum og á notendavænni þjónustu
 • Þekking á notkun mælikvarða
 • Framúrskarandi samskiptahæfileikar
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

Í samræmi við jafnréttisstefnu VÍS hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 10. desember. Nánari upplýsingar um störfin má finna á radum.is. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um störfin á heimasíðu Ráðum, www.radum.is.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir Agla Sigríður Björnsdóttir hjá Ráðum ráðningarstofu agla@radum.is


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um störfin á heimasíðu Ráðum, www.radum.is.