Vefstjóri

Reykjanesbær 13. Apr 2022 Fullt starf

Reykjanesbær óskar eftir að ráða vefstjóra til starfa í krefjandi og skemmtileg verkefni. Við leitum að einstaklingi sem hefur góða þekkingu á stafrænum þróunarverkefnum, er drífandi og metnaðarfullur og hefur getu til að vinna undir álagi. Starfið heyrir undir Súluna verkefnastofu, um framtíðarstarf er að ræða.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og því mikilvægt að viðkomandi endurspegli þá eiginleika.

Helstu verkefni:

Ábyrgð á skipulagi vefsíða, viðhaldi og þróun þeirra. Dagleg umsjón með vef- og þjónustuþáttum á vefsíðum Reykjanesbæjar. Þátttaka í stafrænum þróunarverkefnum
Framsetningu efnis fyrir vefi, notkun vefmælinga og leitarvélabestun. Innsetning efnis á samfélagsmiðla út frá viðmiðum markaðstefnu bæjarins. Samskipti við deildir og svið vegna vefmála. Gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlunar vefmála og önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur. Góð almenn tækniþekking. Kunnátta í nýtingu samfélagsmiðla. Þekking á auglýsingakerfi á samfélagsmiðlum og google ads. Færni í leitarvélabestun (SEO), vefgreiningum, html og CSS. Þekking á hönnun, notendaviðmóti og virkni vefumhverfis. Færni í framsetningu efnis fyrir vefi á íslensku og ensku. Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu. Frumkvæði, metnaður og sjálfstæð vinnubrögð
Skapandi og lausnamiðuð nálgun. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar veitir Þórdís Ósk Helgadóttir, forstöðumaður Súlunnar í gegnum netfang eða í síma 421-6725.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur thordis.o.helgadottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 25. apríl 2022