Vefstjóri

Þjóðskrá Íslands 10. Feb 2020 Fullt starf

Framfarir í stafrænni tækni eru lykillinn að betri þjónustu og þar ætlar Þjóðskrá Íslands að vera í fararbroddi. Við leitum að árangursdrifnum og lausnamiðuðum einstaklingi til að taka þátt í stafrænni vegferð stofnunarinnar. Í teymisvinnu er unnið að nýjum lausnum í stafrænni þjónustu þar sem vefurinn leikur aðalhlutverkið. Við viljum metnað og frumkvæði til að styðja við þá sýn að Þjóðskrá Íslands sé ávallt framúrskarandi þegar kemur að vefmálum hjá hinu opinbera.

Þjóðskrá Íslands hefur tvær starfsstöðvar, á Akureyri og í Reykjavík. Starfið getur verið staðsett á báðum stöðum.

Helstu verkefni eru:

 • Ábyrgð og umsjón með vef ÞÍ, þar með talið þróun og viðhald

 • Þátttaka í innleiðingu stafrænna lausna í samvinnu við önnur svið

 • Umsjón með notkun Þjóðskrár Íslands á samfélagsmiðlum

 • Greining á þörfum viðskiptavina

 • Umsjón með mælikvörðum vefmála

 • Þátttaka í útgáfu- og kynningarmálum

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

 • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum ásamt góðri samskiptahæfni

 • Góð færni í framsetningu á efni fyrir vef og skipulagningu vefumhverfis

 • Brennandi áhugi á vefmálum og á notendavænni þjónustu

 • Reynsla af vefstjórn og innleiðingu vefumsjónarkerfa og vefmælinga

 • Reynsla og skilningur á notkun samfélagsmiðla

 • Reynsla af verkefnum sem tengjast innleiðingu stafrænna lausna

 • Reynsla af myndvinnslu er kostur

 • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, sérstaklega á rituðu máli

 • Lipurð í mannlegum samskiptum


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Um er að ræða fullt starf og laun samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna. Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar 2020.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Umsóknir óskast sendar í starfsumsoknir@skra.is Athygli er vakin á því, að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir Guðni Rúnar Gíslason, deildarstjóri upplýsinga- og samskiptadeildar á grg@skra.is.

Hlutverk Þjóðskrár Íslands er að greiða götu fólks og fyrirtækja í samfélaginu og gæta upplýsinga um réttindi þeirra og eignir. Við sinnum því með því að safna, varðveita og miðla upplýsingum um fólk, mannvirki og landeignir. Innan starfsviðs Þjóðskrár Íslands er rekstur fasteignaskrár og þjóðskrár, útgefið fasteignamat og brunabótamat og umsjón með útgáfu vegabréfa.

Við leggjum ríka áherslu á jákvæð samskipti og góða samvinnu sem er undirstaða góðrar þjónustu. Við teljum eftirsóknarvert að fá til liðs við okkur þá sem vilja starfa í anda gilda okkar um virðingu, sköpunargleði og áreiðanleika.

Við kunnum vel að meta frumkvæði, nákvæmni og hraða í vinnubrögðum og nýtum aðferðir straumlínustjórnunar til að gera betur í dag en í gær. Við hvetjum öll kyn til að sækja um.