Vefhönnuður

Vettvangur 19. Jun 2018 Fullt starf

Við hjá Vettvangi ætlum að bæta við okkur fleiri framúrskarandi vefhönnuðum til að taka þátt í þróun á mörgum af mest spennandi veflausnum landsins.

Hinn fullkomni kandídat er:

• Hokinn af reynslu í hönnun vefja og notendaviðmóta

• Framsækinn og skapandi

• Öflugur á sviði samskipta

• Góður í hóp og teymisvinnu

• Með þekkingu á framendaforritun

Vinnustaðurinn sjálfur er hlýr og heimilislegur en hjá okkur starfa fyrir 14 hæfileikaríkir hönnuðir, forritarar og viðskiptastjórar.

Fyrir þína þjónustu bjóðum við góð laun og fríðindi, krefjandi og skemmtileg verkefni, faglegt starfsumhverfi og tækifæri til að hafa áhrif.

Fyllsta trúnaðar verður gætt við úrvinnslu umsókna.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir ásamt ferilskrá og sýnishornum af fyrri verkefnum skilast á vettvangur@vettvangur.is fyrir 29. júní næstkomandi.

Ef þú hefur einhverjar spurningar þá máttu senda okkur línu á sama netfang og við munum svara um hæl.

Öllum umsóknum verður svarað.