Vefforritari

Ketchup Creative 23. Aug 2019 Fullt starf

Ketchup Creative leitar að fjölhæfum aðila með umfangsmikla reynslu og þekkingu af JavaScript heiminum til að koma að þróun á stafrænum vörum fyrir auglýsingamarkað. Í starfinu felst að smíða vefi og vefþjónustur frá A-Ö með litlu teymi.

Reynsla og þekking af React, Node.js, Express og CSS modules er skilyrði. Reynsla og þekking af Devops með AWS er kostur. Rétti aðilinn er einhver sem fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum og sér hvernig væri hægt að þróa núverandi tæknistakk í rétta átt.

Ketchup Creative er ört vaxandi, sveigjanlegur vinnustaður með skrifstofur í turninum á Höfðatorgi við Katrínartún 2, 105 Reykjavik. Hjá fyrirtækinu starfa 9 á Íslandi og 4 erlendis.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Allar umsóknir skal senda á netfangið sindri@ketchupcreative.com