Vefforritari

Nova 6. Aug 2019 Fullt starf

Við leitum að öflugum liðsfélaga til að vera hluti af vefþróunarteymi Nova. Um er að ræða fjölbreytt starf í teymi sem sér um þróun starfrænna lausna fyrir viðskiptavini og starfsmenn fyrirtækisins. Starfið krefst þess að geta unnið sjálfstætt, hafa jákvæðnina að vopni og búa yfir mikilli hæfni í mannlegum samskiptum.

Viðkomandi þarf að hafa umfangsmikla reynslu og þekkingu af JavaScript heiminum og óbilandi áhuga á því að halda í við strauminn þegar kemur að nýjustu tækni. Við leitum að fjölhæfum aðila sem getur tekið þátt í smíða vefi, öpp og vefþjónustur en að sama skapi komið inn með þekkingu af devops og hefur ánægju af því að betrumbæta build, CI og deployment ferli.

Gerð er krafa um 5 ára reynslu af forritun veflausna og háskólamenntun í viðeigandi fagi. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á JavaScript (ES2015+). Reynsla af app þróun í React Native er kostur en native Android og iOS þekking getur líka komið sér vel.

Núverandi tæknistakkur samanstendur m.a. af React, React Native, TypeScript, Next.js, Mobx, Apollo, GraphQL, Node.js, Express og CSS modules. Rétti aðilinn er einhver sem finnst það hljóma eins og spennandi umhverfi til að þróa áfram.

Áhugi á bakstri, tabata og badminton kæmi þér svo framar í röðina.

Nova er skemmtilegur og sveigjanlegur vinnustaður þar sem mikið er lagt upp úr góðum starfsanda og sjálfstæðum vinnubrögðum. Við hlaupum hratt og leggjum gríðarlega áherslu á sterka liðsheild!


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til 12.08.2019 og allar umsóknir skal senda á netfangið bergsveinns@nova.is