Vef- og viðmótshönnuður

Hagstofa Íslands 29. Mar 2019 Fullt starf

Starfið felst í að leiða áframhaldandi framþróun á vef Hagstofunnar og sá sem því sinnir yrði helsti sérfræðingur Hagstofunnar á sviði vefmiðlunar, með tilliti til hönnunar og framsetningar efnis. Vinnan sjálf gengur út á hanna notendamiðaðar og fallegar stafrænar lausnir með notendaupplifun og gott flæði í fyrirrúmi og jafnframt að styðja við og vinna að framsetningu á gögnum Hagstofunnar.

HÆFNISKRÖFUR

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur, til dæmis á sviði vef- og viðmótshönnunar, margmiðlunar, fjölmiðlunar, fjölmiðlafræði eða viðeigandi listnáms

 • Starfsreynsla af vef- og viðmótshönnun er nauðsynleg

 • Þekking og/eða starfsreynsla á framendaforritun (HTML og CSS)

 • Þekking á almennt viðurkenndum venjum í hugbúnaðarþróun

 • Farsæl starfsreynsla af hönnun og myndvinnslu (myndræn gagnaframsetning)

 • Farsæl reynsla af verkefnastjórnun er kostur

 • Þekking á Javascript er kostur

 • Þekking á hagnýtingu samfélagsmiðla er kostur

 • Ritfærni er kostur

 • Góð samskipta- og samstarfsfærni

 • Frumkvæði og drifkraftur

Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl. 2019 og skulu umsóknir berast til: Starfsumsókn, Borgartúni 21a, 150 Reykjavík eða rafrænt á netfangið starfsumsokn@hagstofa.is.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Hauksdóttir í síma 5281000.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknafrestur rennur út.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl. 2019 og skulu umsóknir berast til: Starfsumsókn, Borgartúni 21a, 150 Reykjavík eða rafrænt á netfangið starfsumsokn@hagstofa.is.