UT þjónusta og kerfisrekstur

Valitor leitar að sérfræðingi með einstaka þjónustulund til að taka þátt í rekstri, þjónustu og þróun á notendakerfum fyrirtækisins. Valitor rekur starfsstöðvar bæði á Íslandi og erlendis en starfið er staðsett hér á landi. Valitor er PCI-DSS vottað og taka öll öryggismál mið af því.
Viljir þú starfa í framsæknu fjártæknifyrirtæki, þar sem tækniumhverfið er krefjandi og áhersla er á skýjalausnir og sjálfvirknivæðingu, gætir þú átt heima í okkar frábæra liði.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Þjónusta og rekstur útstöðva
Rekstur Office365 með mikilli áherslu á öryggi
Uppsetning og rekstur á lausnum sem nýta Azure/AWS
Sjálfvirknivæðing og skriftun (e. automation and scripting)
Aðstoð og ráðgjöf er kemur að öryggisúttektum og greiningum
Aðgangstýringar og rekstur AD/Azure AD
Menntunar- og hæfniskröfur:
Menntun, og a.m.k. 2 ára starfsreynsla, sem nýtist í starfi
Áþreifanleg reynsla af öryggismálum í upplýsingatækni skilyrði
PowerShell þekking skilyrði
Reynsla af rekstri útstöðvar Windows/Apple; Linux þekking kostur
Þekking og reynsla í rekstri MS intune kostur
Mjög góð enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
Framúrskarandi þjónustulund
Hungur í að læra og tileinka sér nýja tækni
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Sækja um starf
Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2021.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Karl Níelsson, Head of Infrastructure, IT Services & Procurement, í síma 840 6919.