Upplýsingatæknistjóri

SORPA 28. May 2024 Fullt starf

SORPA leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf upplýsingatæknistjóra. Um er að ræða spennandi starf með öflugu samstarfsfólki.

Helstu verkefni og ábyrgð
• Ábyrgð á upplýsingatæknistefnu og stafrænni þróun SORPU
• Ábyrgð á stjórnun, daglegum rekstri og þróun upplýsingatæknimála
• Ábyrgð á samskiptum við úttektaraðila sem varða upplýsingatæknimál
• Samningagerð og kostnaðareftirlit
• Breytingastjórnun og ábyrgð á innleiðingum kerfa og fræðslu til starfsfólks

Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, tölvunarfræði eða verkfræði
• Farsæl reynsla í starfi og þekking á upplýsingatæknimálum
• Reynsla af innleiðingu breytinga á sviði upplýsingatækni
• Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, drifkraftur og metnaður
• Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
• Hæfni til að miðla upplýsingum
• Reynsla af gæðakerfum
• Hafa gott vald á íslensku og ensku
• Áhugi og þekking á umhverfismálum

Byggðasamlagið SORPA er í eigu sex sveitarfélaga; Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.
Hlutverk SORPU bs. er að annast meðhöndlun úrgangs og sinna þannig lögbundinni skyldu sveitarfélaganna og á sama tíma endurspegla áherslur eigenda sinna í að ná markmiðum hringrásarhagkerfisins. SORPA bs. sér um rekstur móttöku- og flokkunarstöðvar, gas- og jarðgerðarstöðvar, urðunarstaðar og sex endurvinnslustöðva. Þá hefur félagið einnig umsjón með grenndargámum fyrir hönd sveitarfélaganna, rekur nytjamarkaðinn Góða hirðinn og Efnismiðlun Góða hirðisins. Starfsstöðvar fyrirtækisins eru tólf talsins og eru höfuðstöðvar SORPU bs. að Köllunarklettsvegi 1 í Reykjavík.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til 14. júní. Nánari upplýsingar veita Kolbrún Sif Skúladóttir, mannauðsstjóri SORPU, kolbrúns@sorpa.is og Þórhallur Hákonarson, fjármálastjóri SORPU, thorhallur.hakonarson@sorpa.is.