Upplýsingatæknistjóri

Dagar 10. Nov 2025 Fullt starf

Dagar hf. leita að drífandi og framsýnum upplýsingatæknistjóra sem vill leiða stafræna þróun og tryggja að tæknilausnir okkar styðji við skilvirkni, þjónustugæði og áframhaldandi vöxt.

Við leitum að einstaklingi sem sameinar stefnumótandi hugsun og framkvæmdahæfni – manneskju sem vill byggja upp nútímalegt og öruggt tækniumhverfi í samstarfi við metnaðarfullt teymi Daga.

Helstu verkefni og ábyrgð

Leiða og samhæfa upplýsingatækniþjónustu Daga og samstarf við utanaðkomandi þjónustuaðila.
Sér um daglegan rekstur og viðhald tölvu-, net- og símakerfa, innkaup á tækjabúnaði og umsjón með eignalista fyrirtækisins.
Leiða áframhaldandi skýjavegferð félagsins og flutning yfir í Microsoft 365.
Móta og framfylgja stefnu í upplýsingaöryggi, þar með talið áætlunum um rekstrarsamfellu og mikilvægisgreiningu kerfa.
Vera leiðandi í tæknilegum umbótaverkefnum sem styðja við framtíðarsýn Daga um framúrskarandi þjónustu, nútímalegan vinnustað og hámarks rekstraröryggi.
Hvetja til nýsköpunar með því að styðja við aukna notkun lausna sem byggja á gervigreind, sjálfvirknivæðingu og annara nýjunga sem auka framleiðni og þjónustugæði.

Menntun og hæfniskröfur

Reynsla af upplýsingatæknistjórnun eða sambærilegu hlutverki.
Góð þekking á Microsoft 365, Entra ID, SharePoint, OneDrive og öryggislausnum Microsoft.
Breið tækniþekking og geta til að sinna bæði daglegum rekstri og taka stefnumótandi ákvarðanir.
Traustur skilningur á upplýsingaöryggi og lausnum sem stuðla að öruggara tækniumhverfi.
Frumkvæði, fagmennska og sterk hæfni í samskiptum og teymisvinnu.

Um Daga:

Dagar eru framsækið en rótgróið fyrirtæki og saga þess nær allt aftur til ársins 1980. Félagið hefur einsett sér að vera í fremstu röð í ræstingum og þrifum, fasteignaumsjón og vinnustaðalausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Hjá Dögum starfa um 750 manns víðsvegar um landið af ýmsum þjóðernum. Starfsumhverfi Daga er fjölbreytt en virk þátttaka og helgun starfsfólks er lykillinn að velgengni félagsins. Árangur Daga er drifinn áfram af metnaði og knýjandi þörf fyrir að leita sífellt leiða til að gera betur.


Sækja um starf