Upplýsingatæknistjóri
					
					
															
										
					Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) auglýsir eftir upplýsingatæknistjóra.
HSS er miðpunktur heilbrigðisþjónustu samfélagsins á Reykjanesi þar sem miklir umbrotatímar hafa staðið yfir. Mikilvægt er að tryggja öryggi þjónustunnar og viðbragð stofnunarinnar við yfirstandandi náttúruvá sem og mikla vexti sem hefur orðið á þjónustuþörf vegna örrar fjölgunar íbúa í umdæmi stofnunarinnar.
Upplýsingatæknistjóri stýrir starfsemi upplýsingatæknideildar HSS og er í forystu um skilvirka upplýsingastjórnun, hagnýtingu heilbrigðis- og upplýsingatækni og stöðugum umbótum tengdum upplýsingaöryggi.
Starfið felur í sér umsjón og eftirfylgni með frammistöðu deildarinnar í heild, einstakra ábyrgðasviða hennar sem og frammistöðu starfsfólks og birgja sem sinna þjónustu tengdri upplýsingatækni.
Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi með frumkvæði, faglegan metnað og jákvætt hugarfar til að taka þátt í uppbyggingu stofnunarinnar. Á HSS er lögð áhersla á góða samvinnu, stuttar boðleiðir og góðan starfsanda.
Helstu verkefni og ábyrgð
Sem upplýsingatæknistjóri munt þú meðal annars:
•   Vinna náið með stjórnendum og starfsfólki HSS
•   Gera upplýsingatækniþjónustu HSS sýnilega og aðgengilega
•   Móta og framfylgja framtíðarsýn og stefnum HSS um hagfellda hagnýtingu upplýsingatækninnar og upplýsingaöryggi
•   Leiða framþróun og stýra breytingum á UT innviðum, kerfum og annarri UT högun stofnunarinnar
•   Vera í forsvari fyrir HSS í öllu samráði og samvinnu stofnunarinnar á sviði upplýsingatækni og upplýsingastjórnunar
•   Bera ábyrgð á gerð og réttum efndum samninga á sviði upplýsingatækni
•   Tryggja snarpa og skilvirka þjónustu við notendur í tölvuumhverfi stofnunarinnar
•   Stuðla að og styðja við framþróun á vefum og öðrum miðlum stofnunarinnar
•   Vinna að framtíðarþróun, sjálfvirknivæðingu og samþættingu í miðlun upplýsinga og samskiptum HSS við aðrar stofnanir
•   Skilgreina markmið deildarinnar og gera reglulega grein fyrir frammistöðu og árangri til framkvæmdastjórnar
Hæfniskröfur
•   Viðamikil reynsla af störfum við upplýsingatæknirekstur og þjónustu
•   Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
•   Reynsla af þjónustu- og gæðastjórnun skv. forskrift, t.d. ISO27001, ITIL
•   Skipulagshæfni
•   Reynsla af verkefnastýringu upplýsingatækniverkefna
•   Reynsla af gerð ferla, verklagsreglna og lausna
•   Geta til að tjá sig í riti og ræðu á íslensku og ensku
•   Viðeigandi menntun sem umsækjandi getur hagnýtt í upplýsingatæknirekstri og þjónustu
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 12.08.2024
Sækja um starf
Sótt er um starfið í gegnum ráðningakerfi ríkisins á starfatorg.is
Upplýsingar um starfið veitir Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri fjármála: kjartan.kjartansson@hss.is