Trip To Japan – Forritari

Trip To Japan 11. Jul 2025 Fullt starf

Trip To Japan leitar að fram-, bakenda eða fullstack forritara. Við tökum við umsóknum frá reynsluboltum sem og ungu talenti og getum stækkað teymið í þá áttir sem hentar viðkomandi. Eina krafan er að finnast gaman að vinna í veflausnum og vera til í að bretta upp ermar, læra helling og shippa.

Stakkurinn lítur svona út:

  • Next.js á Vercel
  • CloudFlare Workers bakendi með tRPC, uploads o.fl.
  • Framer Motion
  • Zero Sync (svipað og Linear er með fyrir local sync)
  • Radix & React Aria componentar
  • Dato CMS
  • Eitthvað af neverthrow fyrir runtime safety
  • Drizzle ORM + Postgres
  • next-intl fyrir þýðingar
  • Framer Motion, Tailwind
  • pnpm monorepo – TypeScript strict
  • Stripe Elements
  • Vercel AI með AutoRAG frá CloudFlare, og erum að contribute-a í þessi verkefni

Þetta eru í rauninni þrjár vörur – 1) miðill með upplýsingum um Japan, 2) bókunarvélin sjálf og svo 3) bakvinnslan þar sem starfsfólkið okkar vinnur úr pöntunum og supportar viðskiptavini í aðdraganda ferðar og yfir ferðina sjálfa. Allar þrjár vörur eru á fleygiferð og okkur vantar fleiri hendur.

Þeir sem hafa áhuga endilega senda okkur línu með CV, við bjóðum svo efnilegu fólki í kaffi, tökum rúnt um codebase-ið og spjöllum saman.

Við erum að leita að fólki sem vill koma inn í lítið og þétt teymi sem ítrar hratt, leggur áherslu á góða notendaupplifun og fallega hönnun. Áskorunin felst í umfanginu – því við erum að gera bókunarlausn þvert á alla flokka ferðaþjónustu – gistingu, afþreyingu, samgöngur og aukavörur. Þetta þarf að flétta saman í snuðrulausa bókunarlausn og passa svo að notandinn sé með allt við hendina þegar hann mætir til Japan.

Um Trip To Japan

Trip To Japan er ferðabókunarsíða fyrir alla sem vilja ferðast um Japan. Við vinnum þvert á ferðaþjónustufyrirtæki með API tengingum og fléttum saman í heildrænt ferli þar sem notandinn velur áfangastaði á borð við Tokyo, Kyoto og Hokkaido, velur sér afþreyingu, lestarmiða og hótelherbergi. Fyrirtækið er fjármagnað af Brunni Ventures og japönska VC fjárfestingarsjóðnum Shizen Capital. Trip To Japan er íslenskt félag með skrifstofur í Tokyo og þróun í Austurstræti.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

See more details for English version.