Tölvunarfræðingur / kerfisfræðingur

Reykjavíkurborg 15. Jan 2020 Fullt starf

Borgarskjalasafn Reykjavíkur auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings við langtímavarðveislu rafrænna gagna.

Um er að ræða nýtt fjölbreytt og krefjandi starf sem felur í sér meðal annars rekstur á rafrænu viðtökuverkstæði, viðtaka og prófanir á vörsluútgáfum til langtímavarðveislu og skráning og frágangur rafrænna gagnasafna.

Hlutverk Borgarskjalasafns Reykjavíkur er söfnun, innheimta, skráning og varðveisla skjala og annarra skráðra heimilda um starfsemi og sögu borgarinnar. Safnið hefur eftirlit með skjalavörslu afhendingarskyldra aðila og veitir aðgang að skjölum ásamt því að gefa út verklagsreglur um skjalavörslu.

Átta starfsmenn starfa hjá Borgarskjalasafninu og er það til húsa í Tryggvagötu 15 og Vatnagörðum 28 í Reykjavík.

Helstu verkefni og ábyrgð

Rekstur á rafrænu viðtökuverkstæði

Ráðgjöf um rafræna skjalavörslu í starfsemi Reykjavíkurborgar

Yfirfara tilkynningar um rafræn gagnasöfn

Viðtaka og prófanir á vörsluútgáfum til langtímavarðveislu

Skráning og frágangur rafrænna gagnasafna

Gerð leiðbeininga og fræðsluefnis um afhendingu á vörsluútgáfum rafrænna gagna

Kynning á reglum og kennsla á námskeiðum

Þátttaka í öðrum verkefnum safnsins

Menntunar- og hæfniskröfur

Gerð er krafa um próf í tölvunar- eða kerfisfræði eða aðra hliðstæða menntun

Menntun eða þekking á upplýsingastjórnun er æskileg

Fjölbreytt reynsla á sviði tölvumála

Reynsla af starfi við skjalastjórn er kostur

Góð kunnátta á miðlum og stöðlum er varða vörslu og flutning rafrænna gagna er æskileg

Góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli æskileg

Góð skipulags og greiningarhæfni.

Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Færni til að vinna undir álagi.

Færni í mannlegum samskiptum.

Frekari upplýsingar um starfið


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðeigandi stéttarfélags.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2020.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður í síma 664-7775 og tölvupósti svanhildur.bogadottir@reykjavik.is