Þjónustuhönnuður / Service designer

Reykjavíkurborg 13. Mar 2019 Fullt starf

Erum við að leita að þér?

Hefur þú reynslu af Service Design / Design Thinking og brennur fyrir að vinna í slíku umhverfi? Ert þú í leit að vinnu sem gefur þér kost á að sýna frumkvæði og vera skapandi? Vilt þú tækifæri til að leggja þitt af mörkum og leyfa hæfileikum þínum að njóta sín?

Við hjá Þjónustuhönnun Reykjavíkurborgar leitum að skapandi og drífandi manneskju sem er óhrædd við áskoranir, kemur auga á tækifæri og þorir að spyrja spurninga.

Hæfniskröfur hjá okkur eru:

Háskólamenntun sem nýtist í starfi

Skipulagsfærni

Reynsla af verkefnastjórnun, þjónustuveitingu og/eða þjónustuhönnun

Áhugi og þekking á tækni, nýmiðlun og nýsköpun

Framúrskarandi samskiptahæfni

Ert þú að leita að okkur?

Við endurhugsum og endurhönnum þjónustu og hugarfar gagnvart henni.

Við leiðum fræðslu, þjálfun og viðburði.

Við vinnum að þróun á vörum og ferlum með Service Design/Design Thinking.

Við hönnum og höldum vinnustofur.

Við leiðum saman þverfagleg teymi, innan sem utan borgarinnar.

Við vinnum með íbúanum við að hanna notendamiðaðar lausnir.

Við leggjum ríka áherslu á samvinnu bæði innan teymisins og í öllum verkefnum.

Við byggjum brýr, setjum okkur í spor annarra og leggjum okkur fram við skilja heildarmyndina.

Þannig umbyltum við hugsun um þjónustu og styðjum við fyrirmyndar þjónustuveitingu.

Við höfum mikið dálæti á hönnun í öllum sínum myndum og notum framsækna tækni þar sem notandinn er í forgrunni við lausn vandamála.

Heillar þetta þig? Endilega sæktu um.

· 100% starfshlutfall.

· Laun samkvæmt kjarasamningi.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veitir Þröstur Sigurðsson, deildarstjóri Rafrænnar Þjónustumiðstöðvar á netfangið throstur@reykjavik.is

Smellið HÉR fyrir fleiri störf hjá Reykjavíkurborg.