Teymisstjóri tækniþjónustu

Reykjavíkurborg 31. Aug 2022 Fullt starf

Teymisstjóri tækniþjónustu óskast til að stýra veitingu fjölbreyttrar tækniþjónustu hjá Þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar.

Markmið starfsins er að notendaþjónusta og eignaumsjón UTR sé örugg, áreiðanleg og uppfylli þær væntingar sem til hennar eru gerðar. Að þjónustan sé skilvirk og gæði hennar séu mæld, og þróuð í samræmi þjónustuloforð og síbreytilegar þarfir notenda. Þjónustan ber að styðja við nýsköpun og bætta þjónustu við bæði íbúa og starfsfólk borgarinnar.

Sem teymisstjóri tækniþjónustu munt þú…

 • Vera í samskiptum við hagsmunaaðila, stjórnendur og starfsmenn innan borgarinnar og helstu birgja.

 • Halda utan um umbóta- og breytingaverkefni

 • Vera boðberi skapandi hugsunar

 • Skipuleggja og leiða úrlausn stærri og flóknari þjónustumála

 • Veita ráðgjöf um þjónustu og leiða þróun á þjónustuframboði

Menntunar- og hæfniviðmið

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

 • Reynsla af verkefnastjórnun

 • Reynsla og þekking af störfum við þjónustu í upplýsingatækni

 • Reynsla af þjónustu- og gæðastjórnun skv. ISO27001 og ITIL

 • Reynsla af þjónustuveitingu og/eða þjónustustjórnun

 • Mikill áhugi á stafrænum lausnum

 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og hópastarfi

 • Jákvætt viðhorf til jafnréttis og fjölbreytileika

Aðrir góðir kostir

 • Rík þjónustulund

 • Drifkraftur, frumkvæði og metnaður

 • Geta til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

 • Hæfni til greiningar og miðlunar á gögnum

 • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi

 • Skipulagshæfni

Um vinnustaðinn

Þjónustu- og nýsköpunarsvið er fyrsta flokks vinnustaður þar sem góð liðsheild og virðing einkennir menninguna. Við leggjum ríka áherslu á traust og skiljum mikilvægi þess að hlusta og vera sífellt að læra hvort af öðru. Við erum fagleg í okkar störfum og fögnum frumkvæði og þori. Verkefnin eru krefjandi og skemmtileg og enn betra er að þau stuðla að því að einfalda og bæta líf íbúa og starfsfólks borgarinnar.

Auk þess getum við boðið þér…

 • Sveigjanlegan vinnutíma

 • 36 stunda vinnuviku

 • Möguleika á fjarvinnu að hluta

 • Sundlaugar- og menningarkort

 • Heilsu- og samgöngustyrk

 • 30 daga launað sumarleyfi

 • Niðurgreitt mötuneyti


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 14. september n.k. Um er að ræða tímabundið starf til tveggja ára með möguleika á fastráðningu. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kjartan Kjartansson í gegnum tölvupóstfangið kjartan.kjartansson@reykjavik.is

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:

Starfsferilsskrá

Kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir áhuga og hæfni í starfið

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.