Teymisstjóri í hugbúnaðarþróun

Vörður tryggingar 19. Aug 2019 Fullt starf

Vörður leitar eftir leiðtoga til að byggja upp öflugt teymi sérfræðinga sem leysir áhugaverð og flókin verkefni og smíðar úthugsaðar hugbúnaðar- og tæknilausnir. Hlutverk teymisins er að þróa nútímalegar hugbúnaðarlausnir sem hafa áhrif á og breyta upplifun viðskiptavina af samskiptum sínum við félagið.

Starfssvið;

 • Byggja upp og leiða öflugt teymi hugbúnaðarhönnuða í samvinnu við forstöðumann upplýsingatæknideildar
 • Forgangsraða verkefnum inn í teymi og vinna að framgangi þeirra
 • Þátttaka í þjálfun og þróun þekkingar innan félagsins
 • Innleiða og vinna að umbótum og bestun ferla í tengslum við hugbúnaðargerð
 • Þátttaka í þróunarteymum og samvinna við aðrar einingar.
 • Forritun á bakendum hinna ýmsu hugbúnaðarlausna félagsins

Menntunar og hæfniskröfur;

 • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót
 • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
 • Drifkraftur og hæfni í teymis — og verkefnavinnu
 • Reynsla af stjórnun eða stýringu teyma eða verkefna er kostur
 • Reynsla í hugbúnaðargerð.
 • Háskólamenntun eða önnur menntun á sviði tölvunarfræði sem nýtist í starfi

Vörður er ört stækkandi tryggingafélag með um 100 starfsmenn og 65 þúsund viðskiptavini um land allt. Félagið býður upp á nútímalegt vinnuumhverfi og byggir á umbótamenningu þar sem áhersla er lögð á framsækna hugsun, sveigjanleika, árangur, samfélagslega ábyrgð, vellíðan og starfsánægju.

Vörður er Fyrirtæki ársins 2019 hjá VR.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sverrir Scheving Thorsteinsson, forstöðumaður, í netfanginu sverrir@vordur.is

Vörður er jafnlaunavottað fyrirtæki og hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Tekið er á móti umsóknum á heimasíðu félagsins www.vordur.is

Umsóknarfrestur: 01.09.2019