Tæknistjóri

hringdu-logos (2).png
Hringdu 17. Nóv. 2016 Fullt starf

Hringdu óskar eftir reynslumiklum tæknistjóra í fulla stöðu hjá ört vaxandi fjarskiptafyrirtæki.

Starfslýsing

 • Þátttaka í gerð fjárhagsáætlana fyrir tækniumhverfi Hringdu
 • Þátttaka í mótun framtíðarstefnu Hringdu ásamt framkvæmdastjórn
 • Umsjón og ráðgjöf varðandi innkaup á netkerfisbúnaði Hringdu
 • Ábyrgð á uppbyggingu og rekstri tækniumhverfa Hringdu

Hæfniskröfur

 • Umsækjandi þarf að hafa hæfileika til þess að miðla skoðunum sínum, reynslu og þekkingu innanhúss, til viðskiptavina og birgja
 • Umsækjandi þarf að hafa áhuga og metnað til þess að gegna veigamiklu hlutverki hjá fyrirtæki í miklum vexti
 • Umsækjandi þarf að hafa afburða samskiptahæfileika og geta unnið vel undir álagi
 • Unnið er með mjög breitt lausnarmengi og mikil áhersla á notkun Open Source hugbúnaðar

Umsækjandi þarf að hafa reynslu og þekkingu á:

 • Viðskiptagreind
 • Uppbyggingu netkerfa
 • Uppbyggingu tækniumhverfa á stærri skala
 • Uppbyggingu flókins hugbúnaðar og samþættingu kerfa
 • Innkaupum á netkerfa- og tæknibúnaði
 • Netkerfisbúnaði og almennum samskiptamáta netkerfa, svo sem BGP, OSPF, IP MPLS o.s.frv.

Æskileg þekking og reynsla

 • SS7 og VoIP grunnkeri
 • Session Border Control
 • EPC, Order Management og CRM-kerfum
 • Python, Django, MySQL, MSSQL, Redis, Linux og Radius
 • Kerfum eins og Kamillio, Asterisk, Freeswitch, OpenSIPS
 • Æskilegt að umsækjandi hafi að lágmarki þriggja ára reynslu úr sambærilegu starfi og/eða menntun á sviði tölvunarfræði/verkfræði

Um okkur

Hringdu er fjarskiptafyrirtæki sem býður upp á internet-, heimasíma- og farsímaþjónustu fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Hjá fyrirtækinu starfa um 24 manns og samskipti milli starfsmanna því mikil. Hér vinna fáar hendur mörg og mismunandi verk og er mikil áhersla lögð á sjálfstæði og frumkvæði í starfi.

Umsóknarfrestur er til 15. des.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristinn Pétursson hjá Hringdu / kristinn@hringdu.is

Umsóknarfrestur er til og með 15. des og skulu umsóknir berast á kristinn@hringdu.is