Tæknistjóri vef- og samþættingarmála

Reykjavíkurborg 11. Sep 2020 Fullt starf

Þjónustu- og nýsköpunarsvið leitar að ferskum tæknistjóra vef- og samþættingarmála til að starfa með fjölhæfu teymi að rekstri og framtíðarþróun á innviðum upplýsingatækni og hugbúnaðarlausna Reykjavíkurborgar.

Starfið krefst sjálfstæðra vinnubragða við rekstur vefja- og samþættingarlausna en einnig góðrar samvinnu við aðra sérfræðinga. Í samstarfi við vefteymi og þróunarteymi leggjum við mikið upp úr lausnamiðaðri hugsun og notendamiðaðri hönnun við úrlausn verkefna.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Hefur leiðandi hlutverk og tekur þátt í og veitir ráðgjöf í þróunar-, og innleiðingarverkefnum á vefjum og samþættingarlausnum Reykjavíkurborgar

Umsjón með og rekstur rekstrarsamninga á sviði vefmála og kerfissamþættingar

Rekstur og eftirlit með vef- og samþættingarlausnum í samvinnu við samstarfsaðila

Tekur þátt í stafrænum umbreytingarverkefnum og uppbyggingu á vefjum Reykjavíkurborgar

Tekur þátt í hönnun og innleiðingu á hugbúnaðarlausnum til reksturs (DevOps)

Tekur þátt í verkefnum tengdum nýsköpun og snjallvæðingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

Háskólamenntun í tölvunarfræði/verkfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi

Góð hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna í teymi

Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi

Yfirgripsmikil reynsla af rekstri vefja og vefumsjónarkerfa ( Drupal, WordPress, Joomla, Moodle æskileg)

Yfirgripsmikil reynsla af rekstri vefþjóna (Apache, MS IIS, nginx og fl.)

Góð þekking og reynsla af rekstri miðlægra kerfa er skilyrði

Reynsla af vefstjórnun og verkefnastjórnun í stafrænum verkefnum

Reynsla af kerfishönnun og innleiðingum

Reynsla af rekstri kerfissamþættingarlausna og rafrænna ferla kostur

þekking á Agile og DevOps vinnubrögðum æskileg

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Þjónustu- og nýsköpunarsvið (ÞON), er eitt af þremur kjarnasviðum Reykjavíkurborgar, og starfar þvert á fagsvið hennar. Sviðið skiptist í sex einingar sem sinna ólíkum hlutverkum en mynda eina heild; þjónustuhönnun, gagnaþjónustu, upplýsingatækniþjónustu og stafræna Reykjavík til viðbótar við skrifstofu sviðsstjóra og Borgarskjalasafn. Meginhlutverk ÞON er að hafa yfirumsjón með og annast samræmingu á þjónustu borgarinnar, sérstaklega rafrænni þjónustu, þjónustu í framlínu og upplýsingatæknimálum. Sviðið leiðir einnig stafræna umbreytingu borgarinnar og stuðlar að nýsköpun í starfsemi hennar.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kári Róman Svavarsson með því að senda fyrirspurnir á Kari.Roman.Svavarsson@reykjavik.is

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.