Tæknistjóri stafrænna lausna

.

Viltu leggja þitt af mörkum í stafrænni vegferð Reykjavíkurborgar?

Þjónustu- og nýsköpunarsvið leitar að metnaðarfullum tæknistjórum á upplýsingatæknisvið Reykjavíkurborgar. Ef þú hefur áhuga á að starfa í krefjandi og hvetjandi starfsumhverfi og taka þátt í stafrænni vegferð Reykjavíkurborgar þá er þetta starf fyrir þig.

Sem tæknistjóri munt þú …

  • Hafa umsjón með þróun og daglegum rekstri á tæknilegum innviðum Reykjavíkurborgar

  • Bera ábyrgð á innleiðingu og framþróun tæknilegra lausna

  • Byggja upp og hlúa að samskiptum við birgja

  • Sinna faglegri framsetningu efnis og gagna

  • Taka þátt í samráðshópum og teymisstarfi

  • Bera ábyrgð á uppsetningu verkefnalista, ferla og eftirfylgni

  • Taka þátt í áætlanagerð lausna

  • Byggja upp og þróa heilbrigði tæknilegra innviða

  • Vinna að framtíðarsýn í samræmi við stafræna vegferð Reykjavíkurborgar

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun og/eða mikil reynsla sem nýtist í starfi

  • Brennandi áhugi og skilningur á stafrænum verkefnum

  • Áhugi og/eða þekking á verkefnastjórnun

  • Mikill áhugi á stafrænum lausnum og tækninýjungum

  • Drifkraftur, frumkvæði og metnaður

  • Geta til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

  • Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisstarfi

  • Hæfni til greiningar og miðlunar á gögnum

  • Jákvætt viðhorf til jafnréttis og fjölbreytileika


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Þjónustu- og nýsköpunarsvið  er fyrsta flokks vinnustaður þar sem góð liðsheild og virðing einkennir menninguna. Við leggjum mikið upp úr faglegu umhverfi þar sem frumkvæði og þori er fagnað. Verkefnin eru krefjandi og skemmtileg og enn betra er að þau stuðla að því að einfalda og bæta líf borgarbúa og starfsfólks borgarinnar.

Við bjóðum upp á:

  • Fyrsta flokks vinnustað og vinnuumhverfi

  • Tækifæri til að móta og þróa starfið og verkefnin

  • Verkefni sem stuðla að því að einfalda og bæta líf starfsfólks og borgarbúa

  • Krefjandi og skemmtileg verkefni

  • Sálrænt öryggi og skapandi menningu

  • Góða liðsheild og góð samskipti

  • Samkennd og virðing

  • Þekkingarumhverfi

  • Áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika

  • 30 daga í sumarleyfi

  • 36 stunda vinnuviku

  • Sveigjanleika á vinnutíma

  • Heilsu- og samgöngustyrk

  • Sundkort

  • Menningakort

Þjónustu- og nýsköpunarsvið fékk það verkefni með sérstakri fjármögnun að hraða stafrænum umbreytingum til að draga úr umhverfisáhrifum, skipuleggja græn hverfi og auka framboð stafrænna lausna með notendamiðaðri nálgun. Þetta hlutverk er hluti af þeirri vegferð að bregðast við kröfu og þörfum borgarbúa á stafrænum lausnum og auknu aðgengi að gögnum og bættri rafrænni þjónustu.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til 16. apríl n.k. Nánari upplýsingar um starfið veita Loftur Loftsson deildarstjóri kerfisstjórnar og tæknirekstrar í gegnum tölvupóstfangið loftur.loftsson@reykjavik.is og Sigríður Sigurðardóttir, teymisstjóri kerfisrekstrar í gegnum tölvupóstfangið sigridur.sigurdardottir@reykjavik.is. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:

  1. Starfsferilsskrá

  2. Kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir áhuga og hæfni í starfið.

Reykjavíkurborg er skapandi og metnaðarfullur vinnustaður ásamt því að vera sá stærsti á Íslandi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.