Tæknistjóri (CTO)

Dropp 6. Sep 2019 Fullt starf

Við leitum að forritara í starf tæknistjóra Dropp

Markmið Dropp er auðvelda Íslendingum að versla á netinu. Við erum að byggja upp afhendingarnet þar sem verslanir geta afhent vörur á hagkvæman hátt um allt land. Dropp er m.a. í eigu Festi hf., sem er móðurfélag Elko, N1 og Krónunnar.

Tæknistjóri mun gegna lykilhlutverki við uppbyggingu félagsins.

Sem tæknistjóri munt þú:

 • Hafa yfirumsjón með hugbúnaðarþróun félagsins
 • Smíða og uppfæra vef fyrir bílstjóra og starfsfólk á afhendingarstöðum
 • Smíða innanhúss mælaborð og tengingar við bókhalds- og upplýsingakerfi
 • Smíða og sjá um skjölun á vefþjónustum fyrir samstarfsaðila
 • Ráða verktaka og/eða aðra starfsmenn til að sinna tilteknum verkefnum
 • Hafa umsjón með smíði iOS og Android forrita fyrir síma
 • Koma með hugmyndir að nýjum lausnum og taka þátt í stefnumótun

Þú gætir hentað í starfið ef þú hefur:

 • Reynslu af bakendaforritun, t.d. Node.js, Java, Scala eða Python
 • Reynslu af notkun Git og Postgres
 • Reynslu af smíði á REST vefþjónustum
 • Reynslu af framendaforritun, t.d. React
 • Reynslu af notkun AWS eða annarra skýjalausna
 • Reynslu af innleiðingu og uppfærslum (continuous integration)
 • Reynsla af smíði iOS og/eða Android forrita er kostur

Vilt þú taka þátt í að byggja upp nýtt og spennandi fyrirtæki?

Að baki Dropp standa reynslumiklir einstaklingar ásamt öflugum fjárfestum og við erum í samstarfi við eitt stærsta verslunarfyrirtæki landsins. Ef þú vilt taka þátt í að byggja upp nýtt fyrirtæki frá grunni þá gæti Dropp verið rétti vinnustaðurinn fyrir þig.

Launakjör og starfstími

Í boði eru samkeppnishæf laun auk þess sem möguleiki er á kauprétti ef samstarfið gengur vel. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst en upphafsdagur er umsemjanlegur. Fullum trúnaði er heitið við alla sem sækja um.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsókn sendist á starf@dropp.is.

Umsóknarfrestur er til og með 25. september 2019.