Tæknimaður

IcePhone 27. Jun 2017 Fullt starf

Vegna aukinna verkefna á þjónustusviði IcePhone leitum við að traustum tæknimanni til framtíðarstarfa við þjónustu og viðgerðir.

Umsækjandi sé laghentur og hafi þjónustulund. Búi yfir frumkvæði og sjálfstæðum vinnubrögðum. Menntun sem nýtist í starfi, t.d. rafvirkjun, rafeindafræði eða vélvirkjun. Haldbær þekking á snjalltækjum og tölvubúnaði er krafa. Áhugasamir, sem vilja koma til liðs við öflugt teymi og taka þátt í að efla tækniþjónustu í vaxandi fyrirtæki, sendi umsókn með vandaðri starfsferilsskrá og mynd á vidgerdir@icephone.is merkt Tæknimaður.

Okkar markmið er að veita hágæða þjónustu og upplýsingu til viðskiptavina okkar og að sama skapi leggjum við mikla áherslu á fagleg vinnubrögð. IcePhone er reyklaus vinnustaður þar sem áhersla er lögð á heilbrigt og öruggt starfsumhverfi.

Umsóknarfrestur er til 21. júlí 2017 og er fyllsta trúnaðar gætt.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Áhugasamir, sem vilja koma til liðs við öflugt teymi og taka þátt í að efla tækniþjónustu í vaxandi fyrirtæki, sendi umsókn með vandaðri starfsferilsskrá og mynd á stefan@icephone.is merkt Tæknimaður.