Tæknilegur leiðtogi

Hrafnista 18. Aug 2022 Fullt starf

Fyrirtæki sjómannadagsráðs, Hrafnista, Naustavör og Happdrætti DAS, eru á fullri ferð í stafrænni vegferð og vantar framúrskarandi aðila til að leið þá vegferð. Lausnirnar sem unnið er með eru mjög fjölbreyttar, allt frá sérhæfðum heilbrigðislausnum til hefðbundinna Microsoft lausna. Daglegum rekstri og hýsingu kerfa auk notendaþjónustu er að mestu úthýst en þessi aðili ber þó ábyrgð á henni og er í miklum samskiptum við þjónustuaðila.

Helstu verkefni og ábyrgð
• Ábyrgð á þróun upplýsingatæknimála ásamt næsta stjórnanda.
• Ábyrgð á almennri tækniþjónustu, hugbúnaði og vélbúnaði.
• Leiðandi aðkoma að mótun stefnu í upplýsingatækni, öryggis og skjalamálum.
• Samstarf og samskipti við innri og ytri viðskiptavini/þjónustuaðila.
• Önnur verkefni tengt upplýsingatækni og þróun.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Reynsla og menntun sem nýtist við starfið.
• Jákvætt viðmót, lausnarmiðuð nálgun og lipurð í samskiptum.
• Frumkvæði, metnaður og öguð vinnubrögð.
• Reynsla af og lipurð í teymisvinnu.
• Góð íslensku- og enskukunnátta.
• Mjög góð þekking á Microsoft umhverfinu og tengingu milli kerfa.

Umsóknarfrestur er til og með 23. Ágúst. Sótt er um starfið á alfred.is

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri rekstrarsvið, Oddgeir Reynisson, oddgeir.reynisson@hrafnista.is eða 585-3000.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið á Alfreð: https://alfred.is/starf/taeknilegur-leidtogi-oskast