Tækni- og viðskiptastjóri (CTO)

Kalor Metrics 26. Jun 2018 Fullt starf

Frumkvöðull óskast

Kalor Metrics leitar að öflugum frumkvöðli til starfa.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Æskilegt væri að menntun sé á sviði tölvunarfræði, hugbúnaðar-, hátækni- eða rafmagnsverkfræði.

  • Reynsla og þekking á vöruþróun og sölumennsku æskileg.

  • Grunnþekking á myndgreiningu, tauganetum og hugbúnaðarþróun.

  • Framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfileikar.

  • Mikið frumkvæði og sjálfstæði.

Nýr starfsmaður mun sinna starfi tækni- og viðskiptastjóra (CTO) Kalor Metrics og er ætlað að leiða þróun og sölu á nýjum vörum fyrirtækisins.

Kalor Metrics er nýsköpunarfyrirtæki á sviði hátækni, sem sérhæfir sig í myndgreiningarlausnum (e: Machine vision) og öðrum hugbúnaðarlausnum fyrir iðnfyrirtæki. Kalor Metrics er dótturfélag EFLU.

Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt í gegnum heimasíðu EFLU, www.efla.is/laus-storf, fyrir 31. júlí næstkomandi.

Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði, nema umsækjandi óski eftir því að umsókn verði eytt fyrr.

Nánari upplýsingar 412 6000 eða job@efla.is


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt í gegnum heimasíðu EFLU, www.efla.is/laus-storf, fyrir 31. júlí næstkomandi.