Support & Quality Assurance

Vista Data Vision 2. Apr 2020 Fullt starf

Hjá Vista Data Vision (VDV) eru þróaðar öflugar hugbúnaðarlausnir til að vinna með mæligögn á netinu. Hlutverk VDV er að vinna og birta gögn á fjölbreyttan hátt og í samræmi við óskir viðskiptavina okkar. Í dag er hugbúnaður VDV notaður í yfir 40 löndum um allan heim. Verkefnin okkar eru af öllum stærðum og gerðum og margt spennandi framundan.

Sem dæmi má nefna stærstu vatnsaflsstíflu í Víetnam, vatnamælingar í New Jersey, neðanjarðarlest í Hanoi og námur í Kanada.

Framundan eru margvísleg verkefni við þróun á VDV-hugbúnaði fyrir viðskiptavini okkar.

Vegna aukinna verkefna viljum við bæta öflugum aðila í hópinn. Við leitum að einstaklingi til að vinna með okkur að öllu sem viðkemur hugbúnaðarprófun. Starfið er afar fjölbreytt og mikil tækifæri til að þróa það áfram.

Helstu verkefni

  • Umsjón prófana
  • Uppfæra hjálp (e. knowledgebase)
  • Þjónusta við viðskiptavini

Hæfniskröfur

  • Reynsla sem nýtist í starfi
  • Mjög góð enskukunnátta
  • Frumkvæði og metnaður í starfi
  • Geta til að starfa sjálfstætt og í teymi
  • Góð þjónustulund

Starfið felur í sér að vinna að spennandi verkefnum með miklum möguleikum á að hafa áhrif á framvindu þeirra.

Hjá Vista (www.vista.is) starfa í dag 15 starfsmenn. Vista er fjölskylduvænn vinnustaður.

Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Senda skal umsóknir og ferilskrá á andres.andresson@vistadatavision.com