Success Manager

Vínber 8. Nov 2018 Fullt starf

Vínber eru sérfræðingar í vefverslunum og okkar markmið er að hjálpa viðskiptavinum okkar að selja meira á netinu.

Við óskum eftir framúrskarandi starfsfólki í okkar sérvalda hóp.

Hæfniskröfur Reynsla af markaðsstarfi, samfélagsmiðlum, vefstjórn eða rekstur vefverslunar er skilyrði ásamt brennandi áhuga á vefverslun.

Ábyrgðarsvið

  • Viðskiptatengsl
  • Samskipti við hönnuði, forritara o.fl.
  • Innleiðing lausna
  • Árangursmælingar
  • Sjálfstæð og skapandi hugsun og lausnir

Þetta gæti verið starfið fyrir þig ef:

  • þú ert fljót/ur að setja þig inn í nýja hluti
  • þú brennur fyrir því að læra sífellt meira, meira í dag en í gær
  • þú elskar að takast á við nýjar áskoranir

Við lofum góðum starfsanda, sveigjanlegum vinnutíma, skemmtilegum viðskiptavinum og samkeppnishæfum launum.

Sæktu um ef þú vilt taka þátt í að móta fremstu vefverslanir landsins.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á vinber@vinber.is