Stafrænn vörustjóri – Vefsvæði

Bláa Lónið 5. Sep 2021 Fullt starf

Bláa Lónið leitar að metnaðarfullum stafrænum vörustjóra (Digital Product Manager) til að leiða þróun helstu vefsvæða fyrirtækisins, Bluelagoon.com og Blaalonid.is.

Vefsvæðin okkar spila lykilhlutverk í stafrænni upplifun gesta Bláa Lónsins og við höfum mikinn metnað fyrir að gera vefi sem endurspegla einstaka upplifun Bláa Lónsins, uppfylla þarfir gesta okkar og fyrirtækisins ásamt því að koma vörumerki Bláa Lónsins sem allra best á framfæri.

Stafrænn vörustjóri er ábyrgur fyrir heilsu, virkni og þróun vefsvæðanna, framsetningu efnis ásamt mælingum á hegðun gesta í samvinnu við samstarfsaðila. Til að ná settum markmiðum er unnið þétt með öflugu teymi innlendra og erlendra sérfræðinga.

Um er að ræða spennandi starf sem snýr beint að viðskiptavinum Bláa Lónsins þar sem hönnun, upplifun og virkni stafrænna lausna er í hávegum höfð.
Starfið tilheyrir Digital teymi Bláa Lónsins sem tekur virkan þátt í stafrænni vegferð fyrirtækisins.

Í starfinu felst

  • Daglegur rekstur vefsvæða Bláa Lónsins
  • Ábyrgð á lykilmælikvörðum tengdum heilsu, virkni og árangri vefsvæða
  • Vefmælingar og þróun stjórnborðs (Google Analytics og Data Studio)
  • Þróun og viðhald vefsvæða með notendaupplifun að leiðarljósi
  • Efnisinnsetning og framsetning
  • Umsjón verkefna í nánu samstarfi með hönnuðum og forriturum
  • Náin samvinna með helstu hagaðilum innan fyrirtækisins

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla af vefumsjón
  • Góð þekking á vefmælingum
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Mjög góð enskukunnátta
  • Frumkvæði í starfi og framúrskarandi samskiptahæfileikar
  • Reynsla af ákvarðanatöku með aðstoð gagna
  • Reynsla úr stafrænu umhverfi stærra vörumerkis er kostur
  • Þekking á Contentful, Magento og Google Data Studio er kostur

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Hægt er aða sækja um starfið á https://jobs.50skills.com/bluelagoon/is. Umsóknarfrestur er til 14. september.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hjalti Sigfússon, forstöðumaður Digital Channels, hjalti.sigfusson@bluelagoon.is.